Skírnir - 01.01.1948, Page 188
182
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
„Komdu, ástin mín, og vertu hjá mér, Eileen aroon! Ég
skal fara heiminn á enda með þér. Við skulum flýja frá
þessu dapra húsi til Terawley, ef þú vilt verða mín.
Við skulum fara til húss, þar sem friður býr, Eileen
aroon! Allur tregi og hugarkvöl hverfur, ef þú vilt vera
brúður mín. Ekkert annað er nokkurs vert, Eileen aroon!“
Brúðurin þekkti hörpuslagarann og stóðst ekki mátið,
og um kvöldið flýðu þau og létu myrkrið gæta sín, og þeg-
ar dagur rann, voru þau úr allri hættu, og lifðu þau síðan
lengi og hafa væntanlega átt börn og buru.
Svo var annað skáld. Til þokkakonu hans biðlaði gamall
maður með auð fjár, og hún hefur kannske verið á báðum
áttum, því að skáldið kveður:
„Angur mitt og kvöl! Ástin er banvæn sótt. Vei þeim,
sem verður að þola hana mánuð, eða jafnvel eina nótt.
Hjarta mitt er brostið, og brjóst mitt bærist af andvörp-
um. Mig dreymdi hana, og síðan sef ég ekki væran dúr.
Ég hitti flokk af álfum hjá virkisrústinni við Bally-
finnane, ég spurði þá um gras, sem læknaði kvöl ástarinn-
ar. Þeir svöruðu mér með blíðu og meðaumkun: „Þegar
þessi kvöl kemst inn í hjartað, hverfur hún aldrei aft-
ur.“ . . .
Gifztu ekki gráa, gamla manninum, eigðu heldur þann
unga, gifztu honum sem elskar þig, angrið mitt, jafnvel
þó að hann yrði ekki langlífur. Þú ert ung og ljúf, en þú
ert enn ekki búin að átta þig; ef þú lifir lengur, vinnur þú
hvers manns hug.“ . . .
Ekki vitum við, hver urðu sögulokin hér.
Kormakur kvað, að fyrr mundu hellur fljóta á vatni
og háfjöll hníga í ægi en jafnfögur kona og Steingerður
fæddist. Og Vatnsenda-Rósu er eignuð vísan:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,