Skírnir - 01.01.1948, Side 189
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
183
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Og þannig hafa skáld um allar jarðir kveðið, og þeim hef-
ur fundizt þeir vera af kynþættinum Asra, sem deyja, þeg-
ar þeir elska, eins og Heine kvað.
Þvílíka úthellingu hjartans hefur eitt af skáldunum í
huga, þegar það kveður:
„Þeir skrökva, sem segja að ástin hljóti að vera sorg og
volæði. Sá, sem aldrei unni konu, hefur aldrei þekkt neitt
nema volæði.
Ég elska líka konu, og samt eru augu mín aldrei vot.
Dauðinn krafðist mín, og þó lifi ég.
Klæddur holdi og blóði lifi ég, þó að ég elski svanhvíta
mey; ég et og drekk og syng minn söng, þó að ég elski
hana . . .
Þó að ástin sprikli innan í mér, veit ég þó vel, að nóttin
er ekki dagur; svart er svart, og hvítt er hvítt, og bátur
er bátur og hreint ekki langskip . . .
Þ'ó að ég elski hana meira en allar sólbjartar meyjar í
Donegal, þá mega guðirnir vita, að ástin er mér engin
kvöl.“
Og svo eru það vísur skáldsins Rafterys; hann hafði
misst sjónina í bólunni, og nú var hann orðinn gamall.
Maður sá hann og spurði, hver þar væri:
Ég er skáldið Raftery, fullur af von og ást, með augu,
sem veita ekkert ljós, og blíðu hjartans, sem ekkert böl
fær orkað á.
Ég geng vestur pílagrímsgöngu mína við ljósið, sem
hjarta mitt lér mér, veikur og þreyttur, til enda leiðar
minnar . . . x)
1) Neðra kvæðið á bls. 182 er eftir bók Robins Flowers: The
Irish tradition, bls. 150; öll hin eru úr The poem-book of the Gael
by Eleanor Hull.