Skírnir - 01.01.1948, Page 190
184
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Af þessu tagi voru ljóðin, sem Kvæða-Anna fór með í
kofanum í Cruacha Gorma, hvort sem það voru nú ein-
mitt þessi kvæði eða önnur, og tíminn leið, án þess við
vissum af. Þá leit Delargy á klukkuna, og hann sá, að það
var svo framorðið, að við urðum að fara að halda af stað.
Við förum út og göngum niður til bílanna, og heimamenn
fylgja okkur, og við kveðjumst með miklum virktum.
Listamennirnir vita, að okkur hefur þótt mikið koma til
þessarar stundar í híbýlum þeirra, og við skiljumst auðg-
ari eftir samfundinn, bæði þeir sem gáfu og þeir sem þágu.
Kvöldskuggarnir leggjast yfir skarðið við Cruacha
Gorma, og það er að verða svalara. Við höldum niður eftir
dalnum, framhjá fjallinu, sem er á vinstri hönd. Á leiðinni
hittum við menn í hóp, þeir eru að koma frá einhverri úti-
vinnu. Heochaidh og Delargy heilsa þeim, og þeir fara að
spjalla saman. Sjálfsagt er spurt frétta, en ég skil ekkert,
því að hér er aðeins töluð írska. En einhver vinsemdar-
blær er yfir öllu, sama hjartahlýjan og vant er, að einkenni
Irana. Við nemum aðeins stutta stund staðar og kveðjum
síðan. Ég heyri, að einn af mönnunum segir við mig
‘bjannak’ og eitthvað meira, ég held ‘Dé’. Ég ætti svo sem
að skilja það, bæði þessi orð þekki ég frá Snorra; ‘Dé’ er
sjálfsagt eignarfall af ‘Día’, guð, sem hjá Snorra (og forn-
skáldum) kemur fyrir í fleirtölunni ‘díar’, svo að maður-
inn bað mér blessunar drottins. Ég svaraði og mælti vel
fyrir þeim á íslenzku.
Við héldum af stað, við áttum eftir alla leiðina til Ar-
dera. Það dimmdi óðum. f huga mínum kvað við hljóðfall-
ið frá framsögn systkinanna. Ég fann glöggt og sárt til
þess, að ég hafði séð og heyrt síðustu leifar menningar,
sem brátt var horfin.