Skírnir - 01.01.1948, Page 193
Skirnir
Úr handraðanum
187
II.
VOTTORÐ SR. JÓNS í MÖÐRUFELLI
UM JÓNAS HALLGRÍMSSON
[Vottorð það, sem hér er prentað, er úr skjölum Bessastaðaskóla
í Þjóðskjalasafni. Veitir það fræðslu um upphaf skólalærdóms Jón-
asar fram yfir það, sem áður var kunnugt, sbr. Ævisögu hans eftir
Matthías Þórðarson, Rit eftir Jónas Hallgrímsson V, xxvi-xxviii.]
Pilturinn Jónas Hallgrímsson, á sínu 13. aldursári, sem,
eftir móður sinnar ekkjunnar Madame Rannveigar Jónas-
dóttur á Steinsstöðum í Yxnadal og annara hans náunga
tilmælum, hefur nokkurn part næstliðins vetrartíma ver-
ið hjá mér til þess eg reyna skyldi: hvört gáfur hans væru
þvílíkar, að hann álítast kynni hæfur til að setjast til æðri
lærdómsmennta, — er, að minni raun og meiningu þar til
hæfilegur; því þó hann ekki hafi sérlegt næmi til að læra
utanbókar og sé enn þá nokkuð seinn til að útlista með
orðum það sem hann þó annars veit og skilur, hefur hann
samt allgóðar gáfur til skilnings og eftirtektar, hvörjar
nær með vaxanda aldri og ástundun þróast og æfast, gefa
góða von um, að hann geti vel á móti tekið nauðsynlegri
skólalærdóms kennslu, með því hann hefur ogsvo lyst til
bóknáms. Hjá mér hefur hann farið í gegnum þá minni
Bröders Grammatic, og skilur í henni eftir vonum; hefur
og heyrt á útleggingu Corn. Nepotis de excellent [ibus]
imperatoribus. Eftir sínum aldri hefur hann sýnt sig í
betra lagi siðgóðan og gegninn. Þessum vitnisburði til
staðfestu er mitt nafn að Möðrufelli þ. 14. Junii 1820.
Jón Jónsson,
mppia.