Skírnir - 01.01.1948, Page 194
Í88
Úr handraðanum
Skírnir
III.
BRÉF FRÁ INGIBJÖRGU Á BESSASTÖÐUM
TIL TÓMASAR SÆMUNDSSONAR
(1 eigu próf. Ásmundar Guðmundssonar)
1.
Bessastöðum, þ. 31. júlí 1830.
Elskulegi, góði vin!
Takið móti mínu innilegasta þakklæti fyrir yðar góða
tilskrif og allar sendingarnar, sem skrínan okkar gamla
hafði inni að halda — og það má eg segja, að í vor lifði
eg með þeim ríka manni, þegar sem harðast var milli
manna, af því að skrínan kom svo snemma.
Sykurskálin er mesta gull, og alla mína ævi ætla eg að
eiga hana í yðar minningu — þó hún sé ekki stærri en
tarna — segir ekkert, og því skal eg lofa, að nóg sykur
skuluð þér fá með kaffe, þegar þér heimsækið mig þessu
næst; líka er kústurinn mesta þing — ekkert fáið þér
fyrir allt þettað, nema ef bezt fer vinfengi mitt og vitur-
leg ráð — og er þettað ekki lítils vert.
Til allra frétta vísa eg yður hjá Arnesen — þó verð eg
að geta þess, að Jörundur hreppstjóri hefur nú fengið
lausn í náð frá embætti sínu — sumir segja, að hann hafi
þangað til boðið St. birginn, að hann hafi sagt hönum að
hætta og sett annan. Jörsi stendur nú í miklu stríði bæði
við skylda og vandalausa.----
Græna skrínan á nú að fara með Grossera Knudsen;
skyldi nokkuð vera að gagni í henni, bið eg ykkur frænd-
urnar, yður og Sivertsen, að hirða það.
Þó eg hefði kunnað allt lögmálið upp á mínar tíu fing-
ur, legði eg það ekki upp á samvizku mína að predika eitt