Skírnir - 01.01.1948, Page 197
Skírnir
Úr handraðanum
191
lega, en hið andlega var ávallt í góðu lagi, sem þér mun-
ið.------
Eg var búin að ásetja að senda grænu skrínuna okkar;
eg átti ekki gott kjöt að senda yður, sló eg þar af-- en
skyldi eg verða so heppin, að eitthvört skip biði hér þang-
að til fyrst í október, þá mun eg senda hana eða þá dálít-
inn kassa.------Nú er M. Eiríksson kominn til ykkar;
hvorninn liggur í hönum núna? aldrei hefði eg hugsað,
að hann mundi hafa hjarta til að gjöra það strik, sem
hann gjörði rétt í því hann kvaddi föðurland sitt — nýtt
bevís fyrir því, að bezt er að vera sem lengst óviðriðin
ektaskap. — Að endingu óska eg yður allra heilla og er
jafnan yðar einlæg elskandi vinkona I. I.
[Herr Studiosu] s Theolog. Th. Sæmundsen.
[aflægg]es paa Itegentsen
Kiöbenhavn.
[. . . Ka]sse.
4.
Bessastöðum, þ. 1. marz 1832.
Góði vin.
Heiður og æru fyrir pistilinn með póstskipinu og eplin
og allt gott í einu orði. Þegar að eg fekk eplin, var póstskip-
ið komið fyrir hálfum mánuði, og voru so heldur farin að
skemmast, því frost var töluvert um þær mundir — en
þettað megið þér samt ekki reka í Svein, þó þið finnizt.
Veturinn hefur verið með dæmalausum illviðrum, so
valla hefur verið fært bæja á milli. Geysiflóð kom líka
þann 18. febr., so mörg kotagreyin hérna á nesi ætluðu
veg allrar veraldar.
Flestir njóta hér enn heilsu og heilbrigði. Fáir nefndir
dánir fyrir utan Madame Hialtalin vestra, sra. Þ. Thor-
grimsen á Kúlu fyrir norðan og Þórður gamli Sigurðsson
í Hafnarfirði, tengdafaðir Gunarsens í Keflavík; ef þér
mætið Gunarsen einhverstaðar, mundi vissara að setja
upp sorgarsvip.------