Skírnir - 01.01.1948, Side 199
Skírnir
Úr handraðanum
193
IV.
BRÉF FRÁ GRlMI THOMSEN
TIL GRÍMS AMTMANNS JÓNSSONAR
París, þ. 14da september 1846.
Elskulegi móðurbróðir!
I þetta skipti rita eg yður frá heimsins höfuðstað, og
París ber sannarlega þetta nafn með fullum rétti. Það er
nærri því f urðulegt, hvað þessi höf uðborg minnir um Róma-
borg undir keisurunum, eftir því sem sögur fara um hana
á þeim tímum. Sama prakt, viðhöfn, siðafágun, menntun
og höfðingskapur á annan bóginn, — sama vesöld, spill-
ing og saurlífi á hinn bóginn. Fjör og kátína Frakka er
einhvern veginn svo voðaleg, að eg verð oft hræddur við
hana, það er eins og bros þeirra sé blóðugt og hlátur þeirra
komi neðan að. Þessi kæti getur allt í einu orðið að stjórn-
arbyltingu og — allt er konst og tilgerð, þegar öllu er á
botninn hvolft, nema hvað sá er munurinn á Parísarmönn-
um og öllum öðrum ferfættum og tvífættum skepnum ald-
ar vorrar, að þeir hafa numið þá artem: celare artem,1)
en það kunna engir aðrir eins og þeir. Eða þá hvað þessi
borg er full af endurminningum veraldarsögunnar. Arcole-
brúin, Versailles, Austerlitzbrúin, St. Cloud, Tuileries,
Louvre, Place de la Bastille, Place de la Concorde, fyrrum
Place de la Revolution, Júlístyttan, en umfram allt Colonne
de Vendöme, þar sem keisarinn (k«t E&xnv. l’empereur)
stendur áfram með krosslagða handleggi, litla þrístrenda
hattinn og í gráa frakkanum sínum, stytta, sem steypt er
úr fallbyssum, sem Napoleon tók frá Rússum, Austurríkis-
mönnum og Prússum 1806-1809, og sem er hærri en Sívali
turn, allt þetta heldur fyrir manni fyrirlestur um veraldar-
1) list, að dylja listina.
13