Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 201
Skírnir
Úr handraðanum
195
aðrir bera þá burt, og allir „finna náttstað, náhvals í gap-
anda gini“, eins og Bjarni segir Thorarensen, formaður
yðar og eftirmaður. Það er eitthvað sérstakt í því að hafa
átt sér sama mann bæði fyrir formann og eftirmann, en
standa sjálfur aleinn eftir af heilli kynslóð og vera bæði
fortíð og framtíð, eins og þér gerið. En — haldið þér ekki
eitthvað sé sprungið fyrir undir hauskúpunni á mér, svo
sem eg tala í svefni og tala þó satt.
Eg fór þann 16. júlí frá K[aupmanna]h[öfn] til Stett-
ín, þaðan til Berlín, sem er leiðinlegur staður; þaðan til
Dresden, sem er indælisborg; þaðan með syni greifa
Moltkes af Bregentved fjárhaldsráðgjafa til Teplitz í Bæ-
heimi, þaðan til Carlsbað; þaðan til Beyreuth í Bæjara-
landi; þaðan til Bamberg, þar sem er sú elzta kirkja í
Þýzkalandi, frá 1006, frá tíma Konráðs keisara, sem þar
er grafinn, þáðan til Wiirtzburg, þaðan til Frankfurt við
Main og þaðan upp að Ríná til Mainz, Coblentz, Bonn og
Cöln, þar sem stendur dómkirkjan mikla, sem aldrei verð-
ur búin, en sem einmitt er svo merkileg vegna þess, því
það er til merkis um hvað mikilfengleg hún er, ekki lengra
en hún er komin. Þaðan fór eg til Brussel, og brá mér það-
an til Waterloo, þar sem keisarinn loksins varð að hníga
fyrir óvinafjöld og ógæfu; og svo „ók eg á ísarnvegi" til
heimsins höfuðborgar. Eg kom hingað 12. augúst og verð
hér líkast til fram um nýár, eða kannske lengur. Þá held
eg til Ítalíu, eða Englands, allt eftir því, sem pyngjan og
andinn inngefur mér; þér sjáið eg nefni pyngjuna fyrst,
eins og vera ber á vorri öld. Eg ætla mér að stunda hér
söguna, því enginn stendur Frökkum á sporði í þeirri vís-
indagrein nú á dögum. Guizot, Thierry, Thiers, Villemain,
Chateaubriand, hver öðrum meiri, en þó enginn á við
Michelet, eru nú klerkar og ábótar sögunnar, og það geng-
ur í Frakklandi eins og það gekk í Róm eða á Grikklandi, að
þegar sagan sjálf fer að hægja á sér í einu landi, vakna
sagnaritararnir og safna axinu, sem niður er fallið, í upp-
skeru tímans. Verst er, að fyrirlestrar byrja hér ekki fyrr
en í nóvembermánuði, og eg er því að því leyti kominn
13*