Skírnir - 01.01.1948, Síða 203
Ritfregnir
History of Icelandic Prose Writers 1800—1940 by Stefán Einars-
son. Ithaca, New York, Cornell University Press, 1948. [Islandica,
Vols. XXXII-XXXIII.]
Islandica, ársrit Cornellháskólans í íþöku varðandi íslenzk fræði,
hefur nú komið út um 41 árs skeið — frá 1908 — alls 33 árgangar.
Pram að þessu hefur prófessor Halldór Hermannsson annazt þá
alla — frumsamið, birt í þeim bókfræðiskrár sínar eða búið gamla
texta til prentunar — og unnið þar mikið verk og merkilegt. En nú
hefur hann látið af embætti fyrir aldurs sakir, þar eð hann varð
sjötugur 6. janúar 1948, og í fyrsta sinn kemur nú Islandica út svo,
að hann hefur þar ekki lagt hönd að verki, en ritið hins vegar til-
einkað honum sjötugum. Það eru tveir árgangar (32. og 33.) sam-
an í einni bók, rúmar 270 blaðsíður, saga íslenzkra höfunda óbund-
ins máls frá 1800 til 1940 eftir Stefán Einarsson, prófessor í Norður-
landamálum við The Johns Hopkins University í Baltimore. Það
eru nú 20 ár síðan þeir prófessor Richard Beck ákváðu að semja
íslenzka bókmenntasögu frá 1800 til okkar daga og skipta með sér
verkum þannig, að Stefán Einarsson skrifaði um sundurlausa mál-
ið, en Richard Beck um ljóðagerðina. Hafa þeir síðan löngum unn-
ið að þessu í sumarleyfum sínum og öðrum tómstundum frá skyldu-
störfum, og verki Stefáns er nú lokið, en bók Riehards Becks mun
væntanleg, áður en langt um líður.
Það var vissulega mikið nauðsynjaverk, sem þeir félagar tókust
hér á hendur. Um íslenzkar bókmenntir síðari alda er ekki til neitt
prentað heildarrit, þegar smá-ágrip eru talin frá, nema Islándische
Dichter der Neuzeit eftir J. C. Poestion, prentað í Leipzig 1897.
Þar er nokkuð rætt um andlegt líf á íslandi allt frá siðaskiptum,
en þó aðallega fjallað um bókmenntir frá Hallgrími Péturssyni og
fram á síðara hluta 19. aldar. Þetta var að vísu virðingarvert verk,
að ýmsu leyti sæmilega gert á sínum tíma og hefur lengi verið helzta
athvarf erlendra manna um nýrri bókmenntir okkar. En það er að
vonum víða reist á allsendis ónógri þekkingu og á því margir ann-
markar, sem hér verða ekki raktir. Þessi hálfrar aldar gamla bók-
menntasaga á þýzku gat því aldrei orðið neitt grundvallarverk,
sem til frambúðar yrði.