Skírnir - 01.01.1948, Page 204
198
Ritfregnir
Skírnir •
Það er ólíku saman að jafna, hve Stefán Einarsson hefur kann-
að verkefni sitt miklu rækilegar en Poestion, aflað sér víðtækra og
nákvæmra kynna af íslenzkum bókmenntum síðustu 150 ára og
því, sem um þær er skrifað. Hann hefur m. a. kynnt sér umsagnir
um islenzkar bókmenntir í blöðum og tímaritum vandlegar en nokk-
ur annar maður. Það er til mikillar fyrirmyndar, af hve dæmafárri
alúð hann hefur viðað að sér gögnum til þessa verks — og er þá
ekki að furða, þótt sumt hafi vafizt fyrir honum, en hann ekki tímt
að sjá af öðru, sem til búsins var dregið. En ég vil taka það skýrt
fram þegar í stað, að ég dáist að þessu framtaki Stefáns Einars-
sonar og er honum mjög þakklátur fyrir verk hans, sem ég tel veru-
legan feng íslenzkri bókmenntasögu. Það eru hins vegar ekki mikl-
ar ýkjur, þótt sagt sé, að hver sá, sem fyrstur skrifar íslenzka bók-
menntasögu síðari alda, sé dæmdur til að gera gallað verk. Mætti
mér vera það ljósara en mörgum öðrum, hver vandi höfundinum
er hér á höndum.
Með riti sínu virðist hann hafa ætlað sér margt í senn: að semja
(uppsláttar) handbók, en jafnframt samfellda bókmenntasögu, búa
útlendingum leiðarvísi og lærdómsbók, sem einnig gæti komið ís-
lendingum sjálfum að notum eins og jafnan hefur verið um rit
þau, sem birzt hafa í safninu Islandica. Allt þetta hefur höfundi
tekizt að nokkru, en misjafnlega vel.
Sem uppsláttarhandbók um einstaka höfunda hefur ritið tekizt
bezt, og til þeirra nota mun það lengst halda gildi sínu. Hér eru
saman dregin ókjörin öll af fróðleiksefni, einkum varðandi æviferil
höfundanna og um bókfræði. Það er næsta ómetanlegt að eiga kost
svo ríkulegs staðreyndatals í skýru og handhægu formi. En taka
verður þó þessu lærdómsefni með nokkurri gát, því að villur hafa
slæðzt þar með. Skal hér getið nokkurra:
Á bls. 20 er auðsæ — og því meinlítil — prentvilla varðandi út-
gáfuna á Lexicon poeticum, á að vera 1854—60. Um Fjölnismenn
segir (bls. 21), að Brynjólfur Pétursson hafi einn þeirra lokið há-
skólanámi, en það hafði Tómas Sæmundsson einnig gert. Útgáfuár
Gefnar eru talin 1870—73 (bls. 27), en voru 1870—74 (rétt á bls.
40). Jón Ámason er fæddur á Skagaströnd, en ekki í Skagafirði
(bls. 29). Grasaferð Jónasar er sögð munu vera frá 1846 (bls. 35),
en þá hafði Jónas legið eitt ár í gröf sinni. Þetta mun vera prent-
villa fyrir 1836 (þeim ritunartima heldur Hannes Hafstein fram
í ritgerð sinni um Jónas, líklega af því, að Heiðlóarkvæðið er birt
í Fjölni það ár). En sú tímasetning fær varla staðizt að heldur,
því að kvæði Schillers: Dunar í trjálundi, sem upp í söguna er tekið,
mun Jónas ekki hafa þýtt fyrr en 1841 (sbr. Rit Jónasar Hall-
grímssonar I, bls. 393—394; síðar breytti Jónas þýðingunni og birti
í Fjölni 1843). Á bls. 41 eru nefndir með söguþýðingum Gröndals
„Brúðardraugurinn and írafells-móri, reprinted in Nokkrar smá-