Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 205
Skírnir
Ritfregnir
199
sögur (1906)“; Brúðardraugurinn er þar að vísu endurprentaður,
en Írafells-Móri frumprentaður og er auk þess frumsaminn, en ekki
þýddur. Sagt er (bls. 43), að Jón Thoroddsen hafi verið alþingis-
maður, en það var hann aldrei, tók hins vegar þátt í Þingvallafundi
1864. Því fer víðs fjarri, sem haldið er fram (bls. 44), að ekki hafi
verið gefin út nein (mannfræði) rit íslenzkra ættfræðinga nema
Sýslumannaævir Boga Benediktssonar á Staðarfelli. Má þar minna
á Ættir Skagfirðinga eftir Pétur Zophoníasson (1914), Ættarskrá
séra Bjarna Þorsteinssonar (1930), Bergsætt eftir Guðna Jónsson
(1932) og Reykjahliðarættina, er Jón Jónsson frá Gautlöndum gaf
út (1939), svo að eitthvað sé nefnt. Tvisvar (bls. 47 og 58) er
Þuríður, niðurseta í Hlíð í Manni og konu, kölluð Þórdís, en svo
heitir önnur persóna í sögunni, Hliðarhúsfreyja. Æviágrip Jóns
Thoroddsens eftir Jón Sigurðsson er (bls. 48) sagt prentað með
Kvæðum Jóns 1871, en er hins vegar prentað framan við Mann
og konu 1876. Staðfærsla Sveinbjamar Hallgrímssonar og Helga
Jónssonar á Den politiske kandestóber eftir Holberg heitir Vefar-
inn með tólfkóngaviti, en ekki Vefarinn með tólfkóngavitið (bls.
56). Sagt er (bls. 69), að Ari Jónsson, sá er samdi Sigríði Eyja-
fjarðarsól, hafi skrifað „a manual of music (Arabókin)“, en hann
samdi enga tónlistarhandbók; hér mun hins vegar málum blandað
og átt við Leiðarvísi til að spila á langspil eftir Ara Sæmundsen
(Akureyri 1855), en það kver var einmitt manna á meðal oft nefnt
Arabók (sbr. fslenzk þjóðlög eftir Bjarna Þorsteinsson, bls. 922
og víðar). Heimastjórnarskipunin 1904 gekk í gildi 1. febrúar, en
ekki 1. janúar (bls. 96). Skaftáreldar og móðuharðindin stóðu ekki
1773-75 (bls. 113), heldur 1783-85 (rétt bls. 7 og 114). Theodór
Friðriksson fékkst ekki aðallega við búskap í Skagafirði, sjóróðra
á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og Siglufirði og aðra umsýslu
á Húsavík frá því hann kvæntist og alla tíð síðan (bls. 119) ; eftir
1930 var hann búsettur í Reykjavík og gegndi þar mestmegnis rit-
störfum (sbr. í verum). Sagt er (bls. 128), að Laxamýri hafi verið
í eigu forfeðra Jóhanns Sigurjónssonar nærfellt öld, er hann fædd-
ist (1880). En þeir höfðu þá átt jörðina rúm 40 ár. Jóhannes
Kristjánsson afi Jóhanns keypti Laxamýri og fluttist þangað 1839
(sbr. Æviágrip Jóhannesar, Ak. 1873, og Minningarrit Sigurjóns
Jóhannessonar, Ak. 1920). Á bls. 157 blandar höfundur stafsetn-
ingunni frá 1918 saman við þá, sem upp var tekin 1929, nefnir hina
fyrri, en á við þá síðari. Nefndur er skopleikur (revya), sem heitið
hafi Soltinn með lausa naflann, og nafnið meira að segja þýtt á
ensku: Hungry With the Loose Navel (bls. 162) ; en leikurinn hét
reyndar Boltinn með lausa naflann (sbr. m. a. leikritaskrá Lárusar
Sigurbjörnssonar í Árbók Landsbókasafns íslands 1945, bls. 85);
þessi kynlega villa mun hins vegar tekin eftir ritinu Hver er mað-
urinn, en þar er hún upp komin (II. b., bls. 143). Sigurður Guð-