Skírnir - 01.01.1948, Síða 206
200
Ritfregnir
Skírnir
mundsson síðar skólameistari er talinn hafa fyllt flokk Jóhanns
Sigurjónssonar í Kaupmannahöfn (bls. 172), en það gerði hann
aldrei. Sagt er (bls. 191), að Kristmann Guðmundsson hafi farið
nokkrum sinnum utan, áður en hann fluttist til Noregs 1924, en
hann fór þá utan í fyrsta sinn. Sigurður Eggerz er sagður hafa dá-
ið sem bæjarstjóri (the mayor) á Akureyri (bls. 202), en það er
hvorttveggja, að hann var aldrei bæjarstjóri, heldur bæjarfógeti
(sem Stefán þýðir alls staðar prefect) á Akureyri og sýslumaður
í Eyjafjarðarsýslu, og svo hafði hann látið af embætti, er hann lézt.
Sumt er vafasamt eða ónákvæmt: Guðbrandur biskup Þorláksson
er sagður hafa þýtt Biblíuna alla nema Nýja-testamentið (bls. 5),
en þar er vægast sagt djarflega fullyrt (sbr. Menn og menntir
Páls Eggerts Ólasonar II, bls. 556-570, IV, bls. 373-381). Sagt er
(bls. 6), að Píslarsaga séra Jóns þumlungs og Ævisaga Jóns Indía-
fara séu fyrstu sjálfsævisögurnar í lausu máli, en áður er skrifuð
Reisubók séra Ólafs Egilssonar, sem er að visu aðeins ferðaþáttur,
ævisögubrot. Svo segir (bls. 7), að „the two Cathedral Schools . . .
were supplanted by the Latin School in Reykjavík (1787-1805)“.
Hér er ónákvæmlega og villandi að orði komizt. Skálholtsskóli var
að vísu fluttur til Reykjavíkur (síðast kennt í Skálholti veturinn
1783—84, staðurinn hrundi í jarðskjálftum sumarið 1784, skólinn
fluttur til Reykjavíkur samkvæmt konungsúrskurði 1785, og þar
tók Hólavallarskóli til starfa 1786 og stóð til 1804, en ekki frá 1787—
1805; veturinn 1804—1805 féll kennsla niður, en hófst á Bessastöð-
um 1805). Hólaskóli stóð hins vegar allt til 1801, en þá var hann
lagður niður. Talið er hér (bls. 8), að Hið íslenzka landsuppfræð-
ingarfélag hafi staðið til 1833, þ. e. til dauða Magnúsar Stephen-
sens; en 1827 sögðu sig úr félaginu þeir fáu, sem þá voru eftir í
því, og þar með var það raunverulega leyst upp. Á sömu bls. segir
réttilega, að á 17. og 18. öld hafi hér verið prentaðar nær einvörð-
ungu guðrækilegar bókmenntir — en hins vegar, að eina undan-
tekningin hafi verið Hrappseyjarprentsmiðja; er þá gleymt útgáfu
veraldlegra bókmennta í Skálholtsprentsmiðju og útgáfum Björns
Markússonar á Hólum, þar sem m. a. voru prentaðar þýddar skáld-
sögur, sem höfundur getur meira að segja um í næsta kafla ritsins
á sömu opnu. í æviágripi Jóhanns Sigurjónssonar er talað um ,,in-
tense study“ í Latínuskólanum í Reykjavík og hann hafi „worked
zealously“ við dýralæknisnámið í Höfn (bls. 129). Skólabræður
Jóhanns munu ekki kannast við það námskapp hans, sem hér er
lýst. Sigurði Nordal mun aldrei hafa flogið í hug, að afnumið yrði
skólakerfið frá 1905 og heimakennsla tekin upp í staðinn (bls.
176) , þótt hann benti á agnúa annars og kosti hins. Svo er að orði
komizt, að í ritdeilunni við Einar Kvaran hafi Sigurður Nordal
reitt fyrsta höggið „against the humanitarian philosophy“ (bls.
177) . Lesendum mun koma ókunnuglega fyrir þessi mannúðar-