Skírnir - 01.01.1948, Síða 207
Skírnir
Ritfregnir
201
fjandskapur Nordals. Það er rétt (bls. 202), að leikrit Sigurðar
Eggerz í sortanum var ekki „gefið út“ á því tímabili, er bók Stef-
áns tekur til, en fullprentað var það 1932. Það er engan veginn
„augljóst“, að Halldór Kiljan Laxness hafi gengið af andatrúnni
á íslandi dauðri (bls. 222), hún lifir hér enn sæmilegu lífi.
Stundum gætir ekki fyllstu gjörhygli um efnisval: Getið er t. a.
m. (bls. 25) um útgáfu Jóns Sigurðssonar á Islendinga sögum I,
1843 (íslendingabók og Landnámu), en ekki minnzt á II. bindið,
sem var engu ómerkara. Það er ómaklegt að geta ekki Konráðs
Gíslasonar í sambandi við orðabók þá, sem kennd er við Cleasby
og Guðbrand Vigfússon (bls. 27); hlutur Konráðs er þar miklu
meiri en viðurkennt hefur verið, eins og væntanlega mun verða
sýnt fram á í nýrri útgáfu bókarinnar. Getið er flestra leikritaþýð-
inga frá 19. (og margra frá 20.) öld, þar á meðal ýmissa minni
háttar og sumra óprentaðra, og tekið er fram (bls. 73), að Hannes
Ifafstein hafi þýtt kafla úr Brandi eftir Ibsen. En þess er ógetið,
að Matthías Jochumsson þýddi Brand allan (prentaður 1898) ; það
er þó með meiri háttar leikritaþýðingum okkar, og' ekki hefur
Matthíasi sjálfum þótt hún átakaminnst, því að um Ibsen segir
hann, að erfiðara höfund þekki hann ekki. Tvisvar (bls. 91 og 161)
er getið um ágæta efnisskrá Einars Ól. Sveinssonar með 2. prentun
Þjóðsagna Jóns Amasonar, en ekki minnzt á nafnaskrá Guðna
Jónssonar, sem einnig er mikið verk og gott.
Einhverjum kann að vaxa í augum athugasemdaskráin hér að
framan. En ég hefði ekki tínt þetta til, ef ekki hefði átt í hlut jafn-
merkur maður og Stefán Einarsson, sem kunnur er að vöndugleik
og samvizkusemi. Mánaðarlega koma hér út bækur, þar sem eru
miklu fleiri og illkynjaðri villur en hér er til að dreifa, en látið
óátalið í ritdómum og þar jafnvel lokið á bækurnar einberu lofs-
orði, annaðhvort af misskilinni velvild (sem væri þó e. t. v. réttara
að kalla samvizkuleysi) eða af vankunnáttu, nema hvorttveggja
sé. En lesendum og viðkomandi fræðigrein er með því gerður mesti
óleikur og höfundinum vafasamur greiði. Stefán Einarsson þarf
ekki á því að halda, að breitt sé yfir brestina, enda margir smá-
vægilegir. Og staðreyndatal hans er svo ríkulegt, að verið hefði
næsta ofurmannlegt, ef ekkert hefði þar skolazt til.
Þótt bókin sé mjög efnismikil — og að sumu leyti um of — fer
varla hjá því, að menn sakni þar ýmislegs. En þeir „óskaþættir“
lesenda munu verða nokkuð sundurleitir, og hér verður enginn
birtur. Um eitt atriði fæ ég þó ekki orða bundizt. Tilvísun til heim-
ildarrita um höfundana er fjarska lítil, víðast hvar engin. Þess
konar ábendingar hefðu hins vegar verið næsta ómetanlegar. Þetta
er og þeim mun tilfinnanlegra, þar sem Stefán Einarsson mun vera
flestum, ef ekki öllum kunnugri heimildum varðandi höfunda 19.
og 20. aldar.