Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 211
Skírnir
Ritfregnir
205
kenndur fremur við íhaldssemi en framsækni, eins og höfundur
tekur og réttilega fram. Og Jón Trausti bjó ekki síður yfir miskunn-
arlausu raunsæi en framsæknu hugsæi, þótt ávallt væri raunar
óbuguð trú hans á landið, framkvæmdir og framfarir. En sjálfum
er höfundi það fullljóst, að þar sem Kvaran skipar sér í samtíðar-
sögum sínum undir merki hins nýja tíma, tekur Jón Trausti þar
jafnan afstöðu með gömlu kynslóðinni — og tvístígur þó stundum,
á erfitt um valið (Borgir). Og í síðustu sögu sinni hefur hann flest
samtíðarfyrirbæri á hornum sér. Því endilega Progressive Idealist?
En Heiðarbýlissögur hans hafa mér ávallt fundizt höfuðverk ís-
lenzkra raunsæisbókmennta.
Næsti kaflinn er Literature of the Soul og tekur einkum til þeirra
íslendinga, sem rituðu á dönsku. Heitið má að nokkru leyti til
sanns vegar færa, en hittir þó varla naglann á höfuðið. Flestum
Islendingunum í Danmörku verður drýgsta veganestið íslenzk
rómantík, sem þeir flytja út og tilreiða fyrir útlendinga (Jóhann
Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson). Og um sömu mundir skrifar á
íslenzku Einar H. Kvaran, sem er „skáld sálarinnar" í enn fyllra
mæli en nokkur þessara manna, þótt hér sé hann til annars kenndur.
En einkum held ég þó, að haggað verði við því, sem höfundur
kallar þjóðlega rómantík, er sæki einkum í sig veðrið á þriðja tug
aldarinnar og haldi siðan áfram. Þingeysku alþýðubókmenntimar
(Literature of the Soil) eiga að vera ein rót hennar, en endurheimt
fullveldisins markasteinninn. Ég tel vafasamt, að setja eigi nokkur
markaskil í bókmenntasögunni 1918, þótt þar séu þáttaskipti í ís-
landssögu. Mestu bókmenntanýjungar við stríðslokin fyrri voru
fyrstu Ijóðabækur þeirra Stefáns frá Hvítadal og Davíðs frá Fagra-
skógi og Fornar ástir Sigurðar Nordals, en þær geta þó varla talizt
valda tímahvörfum einar saman, enda dregur höfundur það ekki
fram. En hann getur þess réttilega oftar en einu sinni, að Bréf til
Láru (1924) marki áfanga i bókmenntaþróun okkar og lausamáls-
stíl, og þremur árum síðar kveður Halldór Kiljan Laxness sér ein-
mitt hljóðs svo, að ekki verður lengur daufheyrzt við. Ef endilega
ætti að setja nákvæm þáttaskil um þessar mundir, líkt og Stefán
gerir, er þama helzt komið að upphafi hins nýja (eða nýjasta)
tíma, sérstaklega i bókmenntum sundurlauss máls, sem hér um ræð-
ir, en „tímamótin“ 1918 og 1930 ættu fremur rétt á sér í ljóðgerðar-
sögunni (fyrstu bækur fyrrnefndra Ijóðskálda, síðasta bók Einars
Benediktssonar og þar með lok hinnar miklu skáldaaldar, sem hófst
með Bjama Thorarensen). En i heildarbókmenntasögu íslenzkri
næði engri átt að setja nema ein tímamót á fyrra hluta 20. aldar,
og er þá auðvitað hégómamál, hvort miðað væri við 1924, 1927 eða
1930 — og færi bezt á hinu síðastnefnda, enda bætist þar við ljóð-
listarhvörfin, að um þær mundir kemur Kiljan fram sem fullþroska
rithöfundur. Sjaldnast er og unnt að benda á einstakt ár, sem um-