Skírnir - 01.01.1948, Síða 212
206
Ritfregnir
Skírnir
skiptnm valdi í bókmenntasögunni, þau taka venjulegast nokkum
tima, þótt einhvers staðar verði að setja mörkin. En hvar endaði
það, ef skipta ætti bókmenntasögu síðustu alda niður í allt að 12
ára tímabil?------Og hvað er svo að segja um „rómantíkina"
eftir 1918? Að vísu jókst þá rækt við þjóðarerfðir og þjóðarein-
kenni, en hún var m. a. eðlileg afleiðing af stofnun Háskóla Islands
með sérstakri deild íslenzkra fræða og hefur ekki orðið hér um-
fangsmeiri að tiltölu en talið er sjálfsagt með hverri stórþjóð, án
þess að þar sé rakið til rómantíkur. Og afstaða helztu menningar-
frömuða þessa tímabils til þjóðlegra fræða mótaðist ekki fyrst og
fremst af rómantík. Raunar var Guðmundur Finnbogason haldinn
allmikilli rómantik, og einhver rómantísk einkenni má sjálfsagt
finna hjá Sigurði Nordal. En er ekki trúin á sanngildi fornsagn-
anna eitt aðaleinkenni rómantísks fræðimanns, og hvar er þar
rómantík Sigurðar Nordals, sem kallaður er hér — ásamt Guð-
mundi Finnbogasyni — „the chief critic of the (romantic) move-
ment“? Ástundan þjóðlegra fræða réttlætir því ekki ,,rómantíska“
nafngift þriðja aldartugsins. Og í fögrum bókmenntum varð ekki
af hennar völdum nein breyting um þessar mundir varðandi efnis-
val eða efnisafstöðu. Til þjóðlegra og sögulegra efna leita skáldin
einmitt fremur á öðrum tug aldarinnar, eins og höfundur getur og
um (Jóhann Sigurjónsson, Jón Trausti), miklu síður á þriðja tugn-
um (Friðrik Brekkan), en aftur mun meira eftir 1930 (Gunnar
Gunnarsson, Guðmundur Kamban, siðar Davíð Stefánsson, Kiljan
o. m. fl.). — Þá er og skipað undir merki hinnar þjóðlegu róman-
tíkur harla sundurleitum hópi: öllum ritstjórum timaritsins Vöku
(og eru þó þeirra á meðal menn, sem upphaflega hafa mótazt að
lifsskoðun af kenningum Brandesar), Guðmundi G. Hagalín (sem
hefur þó engan veginn til að bera jafnríkulegan rómantískan þátt
og Halldór Kiljan Laxness, sem ekki er í þessum flokki), Krist-
manni Guðmundssyni (nýjum liðsmanni í vikingasveit þeirri, sem
strandhögg gerði á Norðurlöndum), Jakobi Thorarensen (raun-
sæishöfundi) og mörgum fleirum, allt til Daviðs Stefánssonar.
í yfirlitsþáttum sínum við upphaf hvers aðalkafla getur höfund-
ur stundum skipað efni svo saman, að villi sýn, t. a. m. er hann
talar um hina „rómantísku“ ritstjóra tímaritsins Vöku og hve
skammlíft ritið hafi orðið, en segir svo í beinu framhaldi þess, að
eftir 1933 hafi hugsjónir hinna þjóðlegu „romanticists“ að nokkru
verið teknar upp af þjóðernissinnunum nýju, sem innblásnir hafi
verið þýzkum anda (bls. 158—159). Það er fráleitt að skipa saman
Vökumönnum og nazistum. — En margt er vel og glögglega saman
dregið í þessum þáttum, t. a. m. um Verðandimenn og fylgjendur
þeirra, og jafnan er þar höfð nokkur söguleg baksýn.
Um lýsingu og mat einstakra höfunda og verka verður hér lítt
fjölyrt framar en þegar hefur verið gert í sambandi við flolcka-