Skírnir - 01.01.1948, Side 213
Skírnir
Ritfregnir
207
skiptinguna. Sumum kann að þykja það bókarefni tiltölulega lítið
í samanburði við staðreyndatalið, en þar hafa höfundi verið settar
skorður með takmörkun á stærð ritsins. Stundum er hann hrósgjarn
um skör fram, einkum um hina minni spámenn. Mat hans er ekki
sérlega persónulegt, og oft hljóta lesendur að sakna skýrari myndar
af höfundunum og gleggri greinargerðar fyrir listarsérkennum
þeirra. En hér hlýtur ávallt einn að líta á málin öðruvísi en annar,
og verður ekki hjá því komizt, meðan hver heldur sinni sjón og
sinum skilningi. T. a. m. hefði ég kosið annars konar mynd af Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar. Kaflinn um þær er mestmegnis um íslenzka
hjátrú, lítið um sögu söfnunarinnar, enn minna um sérkenni sagn-
anna (nema hjátrúarefni) og ekkert um einstaka skrásetjendur
nema Magnús Grímsson og Jón Ámason. Vafasamt finnst mér að
jafna saman stíl Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Thoroddsens (bls.
47). Stíll Jónasar er óbrotnari og þýðari, stendur nær alþýðlegu
sveitamáli, stíll Jóns bókmálskenndari (þegar samtöl eru frá skil-
in, sem hér er). f kaflanum um Verðandimenn segir (bls. 73), að
Hannes Hafstein hafi verið „fearless in attack“. Hannes var ekki
sérlega mikill ádeilumaður; það var hins vegar Gestur Pálsson, en
kemur hér ekki nægilega í Ijós. Ég get ekki goldið því jákvæði
mitt, að Jón Trausti hafi verið vaxandi allt til æviloka (bls. 116).
Höfundur sögunnar af Bessa gamla virðist ekki hafa haft miklu
meira að segja. Hann hafði líka þegar innt af höndum bæði mikið
starf og merkilegt. Því er haldið fram, að Theodór Friðriksson „has
laeked the personality to become a good writer“ (bls. 119). Til
þess mun hann fremur hafa skort menntun en persónuleik. Um Jó-
hann Sigurjónsson segir: „He takes no interest in moral or social
problems“ (bls. 133). Verður það með sanni sagt um höfund
Galdra-Lofts, að hann sé áhugalaus um „moral problems"? — En
hér skal ekki haldið lengra út á þessar brautir. Hins ber að geta, að
mjög eru hér glöggvir og greinargóðir þættir um marga höfunda,
t. a. m. Nonna. Og um dóma höfundarins má yfirleitt segja, að þeir
séu flestir reistir á traustri þekkingu og kveðnir upp af skynsemi
og fordómaleysi, og er það fyrir miklu.
Um mál og stíl bókarinnar er ekki á minu færi að dæma. En
sumt kemur þar kynlega fyrir sjónir og virðist geta valdið mis-
skilningi — eða að minnsta kosti orðið útúrsnúningasömum mönn-
um til dægradvalar, t. a. m.: „ . . . People were slow in committing
their tales to the collectors until after the efforts of Konrad
Maurer, a young German scholar, who travelled in Iceland in 1858,
collected himself, and urged people to send in their tales to the
others“ (bls. 29), eða: „Raging nature is the background of the
short story „Sagan af Sigurði formanni" . . . where the tragic su-
perstition of the fisherman causes his brother’s death and marks
him for life“ (bls. 78; leturbreytingar hér). Lítt er og skiljanlegt,