Skírnir - 01.01.1948, Side 216
210
Ritfregnir
Skírnir
yrði tekið upp. Prófessor O. A. Johnsen ber heiðurinn af því að
hafa verið upphafsmaður þessa nauðsynjaverks. Haustið 1917 hóf
hann undirbúning að samanburði elztu handrita Olafssögunnar og
fékk Jón Helgason, sem þá var við háskólanám í Kaupmannahöfn,
til að taka þetta verk að sér. Nú eru handrit sögunnar með tvenn-
um hætti: þau sem hafa textann óaukinn og þau sem aukin eru köf 1-
um úr Ólafs sögu Styrmis og öðrum ritum. Prófessor Johnsen lagði
á ráðin hvemig útgáfunni skyldi hagað og ákvað að fullkominn
handritasamanburður skyldi gerður á öllum íaukalausum handrit-
um sögunnar, en úr auknu handritunum skyldu aðeins teknir íauk-
ai’nir. Jón Helgason lauk handritasamanburðinum á næstu árum
og gekk frá orðamun við aðalhandritið (Stockh. Perg. 4°, nr. 2),
en af ýmsum ástæðum dróst prentun textans, svo að hún komst
ekki í framkvæmd fyrr en á árunum 1930—33. Enn varð dráttur á
framhaldi útgáfunnar; íaukamir komu út 1936, og loks formáli,
handritalýsingar og registur 1941.
Sjálf útgáfan er verk Jóns Helgasonar eins að heita má. Prófessor
Johnsen hefur skrifað formála bókarinnar og gert þar grein fyrir
öllum gangi útgáfunnar með óvenjulegri nákvæmni. Sést af þeirri
greinargerð að hann hefur ekki lagt annað til en fyrirkomulagið,
sem áður var drepið á, og útvegun fjár til útgáfukostnaðar, en
það var lagt fram af ýmsum norskum sjóðum og norska ríkinu.
Lýsing Jóns Helgasonar á handritunum og skyldleika þeirra er
mikil ritgerð, 261 bls., enda er fjöldi handritanna gífurlegur, því
að þarna er ekki aðeins lýst þeim handritum sem notuð eru í orða-
mun textans heldur og öllum öðrum handritum og handritaslitrum
af sérstöku Ólafssögunni. Allur orðamunur er tekinn úr átta hand-
ritum og fjölda brota, en auk þess er öðru hverju tekinn orðamun-
ur úr auknu handritunum sem annars eru ekki notuð að staðaldri.
Allir íaukar þessara handrita eru hins vegar prentaðir í viðauka
við textann.
Um vinnubrögð Jóns Helgasonar við útgáfuna er þarflaust að
fjölyrða. Þau eru öll með hans alkunnu nákvæmni og vandvirkni,
enda eru niðurstöður hans svo traustar að þar verður engu haggað
sem máli skiptir. Handritarannsókn af því tagi sem hér er gerð er
svo tímafrekt starf og krefst svo mikillar elju og yfirlegu að þeir
einir sem eitthvað hafa fengizt við slík verk geta gert sér þess
nokkra grein. Verða slík störf því seint metin að verðleikum, en
gildi þeirra fer í rauninni framar öllu eftir því hvort þau eru unnin
af þeirri trúmennsku að þeim sé treystandi í hvívetna. Og um það
er óhætt að segja að útgáfa þessi, engu síður en aðrar útgáfur
Jóns, sé til fyrirmyndar.
í greinargerð útgefanda eru margar nýjungar um afstöðu hand-
ritanna, sem hér yrði of langt að rekja. Hins vegar bendir Jón
Helgason réttilega á það, að orðamunur útgáfunnar nægi ekki til