Skírnir - 01.01.1948, Page 217
Skírnir
Ritfregnir
211
þess að gera sér fyllilega ljóst allt samhengi handritanna og flók-
inn skyldleika þeirra. Til þess hefði þurft að taka orðamun engu
síður úr auknu handritunum en hinum. En þessi ágalli útgáfunnar
á rót sína að rekja til þess fyrirkomulags sem ákveðið var í upp-
hafi. Eins má telja víst að orðamun útgáfunnar hefði verið öðru-
visi niðurskipað hefði Jón haft þar sama hátt á og í þeim útgáfum
sem hann hefur einn um vélt síðar. I handritalýsingu sinni flokkar
hann meginhluta handritanna í þrjá flokka, en sú skipting kemur
aðeins óbeint fram í orðamun textans; hverjum flokki er ekki gefið
sitt sérstaka tákn, eins og Jón hefur gert í síðari útgáfum sínum.
En um þetta atriði er hið sama að segja og áður var tekið fram,
að það stafar af því skipulagi útgáfunnar sem ákveðið var í fyrstu.
Sérstök ástæða er til að benda á sannanir Jóns fyrir því að ófá
handrit sögunnar séu skrifuð upp eftir fleiri handritum en einu.
i>etta er auðskilið mál þegar um svo stórt rit er að ræða sem Ólafs
sögu. Uppskrift hennar hefur verið svo tímafrek að skrifarinn hef-
ur oft orðið að skila handriti sem hann hefur haft að láni, áður en
verkinu var lokið, og orðið að fá annað handrit léð til að halda
áfram. Sannanir Jóns fyrir þessu eru órækar, en þetta er atriði
sem of litill gaumur hefur verið gefinn í handritarannsóknum
margra fyrri fræðimanna, og er ekki ólíklegt að svipað komi víðar
fyrir í handiútum en menn hafa gert sér ljóst. Sumar flóknar til-
gátur í eldri útgáfum um skyldleika handrita mætti sennilega losna
við, ef athyglinni væri beint að þessari lausn málsins.
Þegar ljóst er orðið að sérstalca Ólafssagan er eldri en Heims-
kringla liggur í augum uppi að leshættir sérstöku sögunnar geta
skorið úr vafaatriðum í texta Heimskringlu, og eins er texti Heims-
kringlu mikil stoð þar sem handritum sérstöku sögunnar ber á milli.
Jón Helgason dregur fram margt dæma um þetta (bls. 1121—25)
og sýnir auk þess fram á með samanburði handritanna að frumrit
Snorra hefur ekki verið villulaust. í annan stað sýnir þessi saman-
burður að Heimskringluútgáfa Finns Jónssonar er ekki fullnægj-
andi, af því að honum var ekki ljós afstaða sérstöku sögunnar og
Heimskringlu. Eina handrit sérstöku sögunnar sem hann notaði í
útgáfu sinni var Jöfraskinna, en hún er slæmur fulltrúi sinnar
gerðar þar sem hún er mjög stytt og víða breytt. í Heimskringlu-
útgáfu Bjarna Aðalbjarnarsonar í íslenzkum fomritum hefur þeg-
ar komið í ljós hvern stuðning útgefandi Heimskringlu hefur af út-
gáfu Jóns Helgasonar (sjá ísl. fornrit XXVII, bls. cvi-cx). Og
greinilegt er að ekki verður til lengdar hjá því komizt að gefa út
nýja textaútgáfu af Heimskringlu þar sem efniviður sá sem hin
nýja útgáfa Ólafs sögu leggur til verði hagnýttur til fullnustu.
Eins og minnzt var á i upphafi var útgáfu þessari lokið haustið
1941, um það leyti sem sjöhundruð ár voru liðin frá dauða Snorra
Sturlusonar. Megum við íslendingar fagna þvi að íslenzkur fræði-
14*