Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 218
212
Ritfregnir
Skímir
maður skyldi þá leggja síðustu hönd á það þrekvirki sem þessi út-
gáfa er, fyrsta fræðilega textaútgáfa þessa höfuðrits Snorra Sturlu-
sonar. Og ekki má heldur gleyma þeirri samvinnu Norðmanna og
Islendinga sem kemur fram í því að útgáfan var hafin fyrir tilstilli
Norðmanna og á þeirra kostnað. Sú samvinna má vel vera tákn
þess að nú sé niður slegið að fullu og öllu þeim nábúakryt um ís-
lenzk fornrit sem stundum hefur brytt helzt til mikið á milli okkar
frændanna. Jakob Benediktsson.
Caroline Brady: The Legends of Ermanric. University of Cali-
fornia Press, Berkeley and Los Angeles, 1943. xi, 341 bls.
Þessi bók um sagnirnar af Jörmunreki konungi er samin upp úr
doktorsritgerð um sama efni og er sýnilega ávöxtur af löngu starfi
og miklum lærdómi.
Miss Brady ræðir fyrst um uppruna sagnanna með Gotum (Jor-
danes), þá um hinar norrænu-íslenzku sagnir, þá um sagnimar í
Danmörku (Saxo fyrst og fremst), þá um merki þeirra í enskum rit-
um (Wídsíð, Béoivulf, Deor), og loks um útbreiðslu þeirra á Þýzka-
landi, en í lokakafla dregur hún dæmin saman og gefur niðurstöð-
ur sínar.
Sögnin um dráp Svanhildar og hefnd bræðra hennar (Sams og
Ammius) er fyrst tengd við Jörmunrek hjá Jordanes. Svanhildur
er þar kona uppreistarmanns, og lætur Jörmunrekur drepa hana til
þess að hefna uppreistarinnar.
Þessi fyrsta gerð sagnarinnar ætlar Brady að myndazt hafi hjá
Ostrogotum skömmu eftir dauða Jörmunreks (375). Næstu 75 árin
gat hun ekki borizt til Norðurlanda vegna þess, að Húnar sátu þá
á milli og bönnuðu hinar fornu samgönguleiðir til Eystrasaltsins.
En þessar samgöngur tókust aftur milli Gota kringum Kænugarð
(Kiev) og Hreiðgota við Víslumynni (Weiehsel) á áranum 450—
550, eftir því er ráðið verður af fornmenjafundum, en frá Vislu
voru auðvitað samgöngur til Gotlands og Svíþjóðar. Á sama tíma
voru og beinar samgöngur frá Gotum í Dónárlöndum austan Vínar
norðaustur um March-árdal og þaðan til Víslu-fljóts. Má vera, að
sagnirnar hafi borizt aðra hvora þessa leið eða báðar.
En næsta gerð sagnarinnar, þar sem Svanhildur er orðin kona
Jörmunreks og hann lætur drepa hana, af því að hann grunar hana
um ástir við son sinn Randvé, ætlar Brady að kunni að hafa mynd-
azt hjá Ostrogotum við Kænugarð svo sem mannsaldri eftir fráfall
Attilla (453) og borizt þaðan til Hreiðgota, nema hún hafi orðið
til hjá Hreiðgotum sjálfum. Hvað sem þessu liður ætlar Brady, að
sú sagngerð hafi borizt til Norðurlanda á tímabilinu 475 eða kannske
fremur 500-550, en til Englands á árunum 550—600 annaðhvort
frá Noregi ( !) eða frá heimkynnum Engla á meginlandinu (Suður-