Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 219
Skírnir
Ritfreg-nir
213
Jótlandi). Þessar sagnir liggja til grundvallar HamSismálum, sem
Brady eins og fleiri lærðir menn telur með elztu hetjukvæðum.
Flestir þýzkir fræðimenn munu líta svo á (Heusler, Neckel, Kuhn,
Mohr), að sagnir Hamðismála hafi borizt frá Gotum í Dónárlönd-
um um Þýzkaland að vestan til Norðurlanda og það á 8. öld.
Brady ætlar þvert á móti, að sagnir þær, er á Þýzkalandi finn-
ast, hafi borizt með víkingum og kaupmönnum suður á bóginn, og
kemur það vel heim við hina nýju kenriingu Askebergs um miðstöð
menningar á Norðurlöndum, Svíþjóð og Danmörku á 6. og 7. öld.
Dönsku sagnirnar hyggur hún, að Saxo hafi lagað í hendi sér til þess
að fella þær inn í hina pólitísku sögu Danmerkur, og mun það þó
vera skoðun flestra, er við Saxo hafa fengizt, að hann hafi síður
lagað sagnir í hendi heldur en gleypt þær óbreyttar og ómeltar.
Það þarf engan að furða, þótt margt í þessari bók orki tvímælis,
jafn-erfitt og efnið er viðfangs, enda orustuvöllur fræðimanna frá
fyrstu tíð og mun líklega verða það um langan aldur enn. Til dæmis
má geta þess, að Miss Brady heldur fram eldri skoðunum um sið-
ustu þuluna í Wídsíð heldur en Malone gerði í útgáfu sinni af kvæð-
inu. Þessu og mörgu fleiru, sem honum þykir ábótavant, hefur
Malone svarað í tveim ritdómum, sem hann hefur skrifað um bók
Miss Bradys.1)
En það er satt að segja, að Miss Brady ætlar ekki af sér, og er
ekki að furða, þótt hún ríði ekki feitum hesti frá annari eins þrek-
raun og að ætla sér að skýra 18. vísu Hamðismála. Hún heldur, að
Hróðrglöð (hdr. -glávð) sé enginn annar en Óðinn og byggir háa
málfræðilega spilaborg á formi nafnsins í handritinu; væri sú spila-
borg ekki líkieg til langæis, jafnvel þótt grundvöllurinn væri betri,
en hún gætir þess ekki, að hljóðstafur handritsins getur aðeins þýtt
ö eða au, ekki ó (eða á) eins og hún vill vera láta. Engu betur tekst
henni að skýra afgang vísunnar, og má ekki lá henni það, þótt hitt
megi kannske lá henni, að .hún skyldi ekki sjá, að skýringar hennar
voru ómögulegar.
En yfirleitt er bókin góður fengur fyrir norræn og germönsk
fræði, og á höfundurinn miklar og góðar þakkir skildar fyrir hana.
Samuel Singer: Sprichwörter des Mittelalters. I. Von den An-
fángen bis ins 12. Jahrhundert. II. Das 13. Jahrhundert. III. Das
13. und 14. Jahrhundert. Verlag Herbert Lang & Cie, Bern 1944—
1947.
Þessi þrjú bindi eru eins konar inngangur, sem höfundur býður
mönnum upp á til að kynna þeim hið mikla safn af miðaldamáls-
háttum, sem hann hefur safnað til í tugi ára.
1) í Modern Language Notes, marz 1944, Journal of English &
Germanic Philology, október 1944.