Skírnir - 01.01.1948, Side 220
214
Ritfregnir
Skírnir
í þessum inngangsbindum tekur hann upp ýms helztu rit, sem hafa
málshætti og spakmæli inni að halda, og rekur uppruna málshátt-
anna um öll Vesturlönd a. m. k., ef ekki víðar, af hinum mesta lær-
dómi í germönskum, rómönskum og klassiskum málum.
Fyrsti kapítulinn í fyrsta bindinu fjallar um Urgermanisch und
Gemeinromanisch. I þessum kafla ræðir höfundur eigi aðeins Hilde-
brandslied, heldur líka Hávamál, Sigurdrífumál, Hamðismál og Völ-
undarkviðu.
Merkilegt er að sjá, hve margar suðrænar hliðstæður hann færir
fram við orðskviði og spakmæli Hávamála, sem talin hafa verið
norræn eða samgermönsk af mönnum eins og Heusler.
Merkar eru líka hliðstæður þær, er höfundur hefur fundið við
Hamðismál 13, 4, ‘sem fótr fæti’, í enskum og anglonormönnskum
ritum, og mun ég víkja að því annars staðar.
Það væri eigi að undra, þótt manni svo lærðum yrði stundum
hált á lærdóminum, þar sem hann verður að eiga við rammþjóðlega
talshætti. Þess kennir í meðferð hans á spakmælinu ‘köld eru kvenna
ráð’ (I, bls. 22). „Das Frauen schlecht raten, kann natiirlich auch
auf andere Weise ausgedriickt werden: Opt verðr kvalræði at kon-
um (Sólarljóð 10, 3); því at á er Ijóðr (Fehler) mikill um ráð kon-
unnar (Laxdæla s. 12, 19).“ Þetta nægir til að sýna, að menn verða
að nota ritið með varúð.
En yfirleitt virðist lærdómur hans standa föstum fótum í veru-
leikanum, og er eigi aðeins mikill fengur að þessum þrem hungur-
vöku-bindum hans, heldur er þess að vænta, að honum megi sem
fyrst takast að koma út sjálfu hinu mikla safni sínu, er verða mun
ómissandi heimild eigi aðeins fyrir spakmæli og málshætti, heldur
fyrir samanburðarbókmenntasögu Vesturlanda.
A Pageant of Scandinavia, edited by Henry Goddard Leach. Prin-
ceton University Press, Princeton, for the American-Scandinavian
Foundation, New York. 1946. Bls. xv, 350.
„Norræn skrúðsýning“ er ekki slæmur titill á þessari sýnisbók
fombókmennta vorra og annarra norrænna bókmennta í enskum
þýðingum.
Utgefandinn er gamall og gróinn í norrænum fræðum, eins og
bók hans Angevin Britain and Scandinavia (1921) um riddara- og
lygisögur ber vott um. Auk þess hefur hann um langa hríð beitt sér
fyrir því að auka gagnkvæm kynni Norðurlanda og Ameríku með
starfi sínu við The American-Scandinavian Foundation, og er mér
til efs, að vér Islendingar hefðum átt eins margar bækur þýddar
í því bókasafni eins og raun ber vitni, ef ekki hefði notið fræði-
mennsku Dr. Leach fram yfir vinskap hans við Norðurlönd, og er
það því vel til fundið, að íslendingar hafa nýlega heiðrað hann
með fálkakrossi sínum.