Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 222
216
Ritfregnir
Skírnir
þessari öld, sé þessi líklegust til að verða lesin að hundrað árum
liðnum.“ Svo farast hinum ameríska gagnrýni Clifton Fadinwn orð
um þessa óvenjulegu bók, og hygg ég, að margir muni taka’ undir
það með honum nú, hvað sem verða mun að hundrað árum liðnum.
I þessu víðfeðma riti tekur Toynbee til meðferðar mannfélags-
heildir þær, er hann kallar Human Societies, og mætti kalla menn-
ingarfélög eða menningar á íslenzku. Þessi menningarfélög eru til-
tölulega ný fyrirbrigði í sögu mannkynsins, þau elztu, sem menn
vita deili á, ná eigi lengra aftur í tímann en 6000 ár, en það eru
súmerska menningin „milli fljótanna" í Vestur-Asíu og egypzka
menningin í Nilardalnum.
Alls tekur Toynbee um 19 eða 21 menningarfélög, þar á meðal
núiifandi Vestræna menningu, eða Vestræna kristni, Austræna
kristni, Islam, Indverska menningu og Austræna menningu (i Kína
og Japan). Öll þessi menningarfélög eru á meira eða minna hröðu
undanhaldi undan hinni Vestrænu menningu.
Frábrugðin öllum þessum menningarfélögum eru hin frumstæð-
ari mannfélög villimanna. Þau eru bæði miklu fleiri, miklu smærri
og miklu eldri, og venjulega koma þau fyrir sjónir sem stöðnuð
mannfélög.
Þótt Toynbee tali um og athugi fæðingu þessara menninga, þroska,
manndómsaldur þeirra, hnignun og hrun, þá varar hann við því að
skoða þær sem lifandi lífsheildir, á sama hátt og menn og dýr eru
lífsheildir, og deilir á Spengler fyrir að hafa farið of langt út á hála
braut slíkra samlíkinga. Hins vegar neitar Toynbee því afdráttar-
laust, að menningin sé ein og óslitin frá upphafi vega, og eins hinu,
að menningin hafi komið upp aðeins á einum stað og breiðzt þaðan
út. Menningar Toynbees eru margar, og hann skoðar hverja fyrir
sig og finnur margt sameiginlegt í sögu þeirra og þróun.
Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, var bæn Bjarna til síns
harða fósturlands, og Toynbee er á því máli með Bjarna, að hörð
lönd séu líklegri til að temja íbúana við menningu heldur en mjúk
lönd. Þó má ofmikið að öllu gera, og bendir Toynbee í því sambandi
á það, að Islendingar náðu hámarki norrænnar menningar á 12. og
13. öld, en frændur þeirra Grænlendingar biðu algeran ósigur í enn
harðara umhverfi vestan hafsins.
Það var eigi ætlun mín að rekja efnið í þessari efnismiklu bók
eða dæma hana, því til þess skortir mig þekkingu. En mig langaði
til að vekja athygli Islendinga á henni og ekki sízt því, sem Toynbee
segir þar um ísland, menningu þess og bókmenntir. Hann telur, að
bóltmenntir Islendinga hafi komizt á sama stig og Hómerskvæði
með Grikkjum, og undrast það, hvað kynni að hafa orðið, ef nor-
rænar þjóðir hefðu ekki verið jafnfúsar að taka við kristni og apa
eftir suðrænum þjóðum eins og raun bar vitni, ekki sizt í Normandí.
Tekur hann hina íslenzk-norrænu menningu til dæmis um menn-