Skírnir - 01.01.1948, Side 224
218
Ritfregnir
Skímir
Auk þess var hinn rómantíski andi, sem hann hafði kynnzt hjá vini
sínum í Róm, þá farinn að dofna í Svíþjóð, en Longfellow liafði
hvorki áhuga né skilning á raunsæjum viðfangsefnum dagsins. Það
bætti ekki úr skák, að hann var með þrjá óánægða kvenmenn á
snærum sínum, var kona hans auk þess vanfær og dó af barnsför-
um um haustið í Hollandi.
Samt lærði hann sænsku til töluverðrar hlítar, og kom honum
það að haldi, er hann kom til Kaupmannahafnar um haustið, og leizt
þá miklu betur á sig en um vorið, enda kynntist hann þar mörgum
merkum fræðimönnum, þar á meðal Finni Magnússyni og C. C.
Rafni, sem þá var að gefa út Antiquitates Americanae og vildi hafa
fréttir um Indíána af Longfellow. Gerði Rafn Longfellow að félaga
í Fornritafélaginu, og hefði Longfellow gjarnan viljað vera lengur
í Danmörku, ef heilsa konunnar hefði leyft.
Tvo kapítula skrifar bókarhöfundur um áhrif sænskrar menn-
ingar á Longfellow og einn um áhrif danskrar menningar á hann.
Annar sænski kaflinn er eingöngu helgaður Longfellow og Tegnér.
Longfellow ritaði langan ritdóm með þýðingar-sýnishornum um
Friðþjófssögu í North American Revieiv 1837 og vakti þannig at-
hygli landa sinna á skáldi því, er hann áleit langbezt, eða jafnvel
hið eina skáld, er Sviar höfðu átt. Hins vegar taldi Tegnér sjálfur,
er hann sá ritdóminn, að þýðingar Longfellows væru hinar beztu,
er gerðar hefðu verið af Friðþjófssögu, og hvatti hann að lúka
verkinu. Af því varð þó aldrei.
I ritdómi þessum fann Longfellow að því við Tegnér, að hann
skyldi skipta um hætti í kvæðabálkinum. Hilen gerir þá athugasemd
við þetta (bls. 50), að Longfellow hafi þó einmitt fylgt þessu for-
dæmi Tegnérs, er hann orti The Saga of King Olof. Hann bætir því
við, að þessi venja hafi hafizt í norrænum bókmenntum með Helge
Oehlenschlaegers, en veit sýnilega ekki, að Oehlenschlaeger hafði
þessa nýjung frá íslenzku rímunum, eins og Nordal bendir á í for-
mála Númarímna.
Af smáatriðum í beygingum nafna og af því að hann lætur Oft
war ek dasa en ek dro thick (rista á íslenzkum árarhlummi) fara
athugasemdalaust, má sjá, að Hilen er kannske ekki miklu sterkari
á svellinu í islenzku en Longfellow sjálfur, og virðist mér þó, að
hann hafi gert kaflanum um Longfellow og íslenzkar bókmenntir
góð skil, enda segir Hilen, að þótt Longfellow hafi ekki sagzt hafa
lesið annað af íslenzkum bókmenntum en Eddumar, Heimskringlu
og nokkrar sögur, og það mest í þýðingum, þá hafi áhrif þessa lest-
urs að sumu leyti rist dýpra en allt annað, er hann fékk frá Norður-
löndum.
Einu tilsögnina í íslenzku fékk hann hjá Rafni, er vildi lesa með
honum Þorfinns sögu karlsefnis. Kafli sá, er hann ritaði um íslenzk-
. ar bókmenntir í Poets and Poetry of Europe 18A5, byggði hann á