Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 225
Skírnir
Ritfregnir
219
lestri þýðinga. Oft hafði hann í huga að yrkja kvæði út af islenzk-
um efnum, og 1839 gerði hann efnisskrá um ljóðaflokk um Hákon
jarl, er í mörgu svipaði til flokks þess, er hann orti síðar um Ólaf
Tryggvason, en ekki varð annað úr þessum hugleiðingum hans en
The Sceleton in Armor, sem var vel tekið (1839). Síðar (1847)
var hann að hugsa um að yrkja út af norrænni goðafræði og byrj-
aði á hrímþursum og Ginnungagapi eftir Snorra, en hætti við. Aftur
á móti skrifaði hann 1849 The Challenge of Thor, er hann hugsaði
sér sem inngang að öðrum þætti í þrileik um Krist, er hann hafði
nokkuð lengi haft á prjónunum.
En þetta Þórskvæði hans átti eftir að verða inngangur að flokk-
inum um Ólaf Tryggvason, sem hann fór að hugsa um í febrúar
1859, eftir að hafa lesið söguna í þýðingu Samuels Laings. Þennan
kvæðaflokk fullgerði hann loks i nóvember 1860 — á minna en
mánuði.
Það, sem dró Longfellow að nonænum yrkisefnum — eins og
Morris — var kraftur þeirra og karlmennska, þvi að sjálfur var
Longfellow rómantiskur draumóramaður. Bæði hann sjálfur og
samtíðarmenn hans fundu, að hinn nonæni kraftur bætti skáld-
skap hans. En eins og Tegnér dró hann venjulega úr því, sem hon-
um þótti villimannlegt við hetjur sínar.
Með þessum flokki orti hann lika kvæði um heitstrengingar Jóms-
víkinga, en sleppti því úr og birti það ekki.
Annað orti Longfellow ekki út af íslenzkum efnum nema sonn-
ettuna ,,The Broken Oar“, út af íslenzku árarhlumms-ristunni „Oft
var ek dása (? dasaðr) er ek dró þik“ (1861), er honum kom í hug,
er hann var að þreyta hugann við þýðingu á Dante. — ísland og
Dante var jafnhugstætt öðrum samtíðarmanni Longfellows nokk-
uð yngri, Willard Fiske.
Hér skal staðar numið og aðeins bent á það, að i viðbæti er prent-
uð dagbók Longfellows í Skandínavíu (1835), bréf frá honum og
til hans, snertandi efnið, skrá yfir hið norræna bókasafn hans, skrá
notaðra handrita og annarra heimilda prentaðra.
Björn Guðfinnsson: Breytingar á framburSi og stafsetningu. Út-
gefandi ísafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík, 1947. 71 bls.
í kveri þessu birtir Björn þrjár greinar: „Samræming íslenzks
framburðar og undirbúningur nýrrar stafsetningar", „Framburðar-
kennsla“ og „Tillögur um samræmingu framburðarins", auk rita-
skrár.
Fyrsta greinin var fyrst flutt opinberlega sem fyrirlestur í Há-
skólanum og siðan í útvarpið. I henni gefur höfundur yfirlit yfir
framburðareinkenni ýmsra mállýzkna hér á landi, ræðir þau frá
sjónarmiðum tíðni, uppruna og málfegurðar og bollaleggur mögu-
leikana til að eyða þeim eða styðja þau til sigurs. Þess skal getið,