Skírnir - 01.01.1948, Side 226
220
Ritfregnir
Skírnir
að þetta yfirlit gefur að mörgu leyti Ijósari mynd af mállýzku-
einkennunum heldur en sjálf hin stóra bók Björns um mállýzkumar
(sjá ritdóm minn í Mbl. 4. marz 1947), vegna þess hve þetta yfirlit
er stutt, en bókin löng.
I annarri greininni skýrir Bjöm frá árangri tveggja framburðár-
námskeiða, sem hann hélt veturinn 1946-47, annað fyrir kennara,
hitt fyrir börn. Var þessi árangur svo góður, að Björn treystist að
lokum til að koma fram með ákveðnar tillögur um samræmdan
framburð, er grundvallist á úrvali úr öllum mállýzkunum.
En tillögur hans eru í stuttu máli þessar:
1. Eyða skal flámælinu, en kenna fornan framburð á i, u.
2. Kenna skal /rr-framburð.
3. Kenna skal p, t. k milli sérhljóða (harðmæli), en útrýma lin-
mæli.
4. Stuðla skal að varðveizlu raddaðra l, m, n á undan p, t, k að
norðlenzkum sið, og skaftfellska framburðarins á rn, rl.
Þar sem tillögur þessar fara alveg í sömu átt og framburður sá,
er ég tók upp í Icelandic (1945), að nokkru leyti vegna þess að
það var minn eigin austfirzki framburður litt breyttur, og að nokkru
leyti af því að það er auðveldara að kenna hann útlendingum, þá
sæmir mér ekki annað en veita tillögum Björns fullan stuðning.
Annað mál er það, hvernig takast muni að kenna þennan fram-
burð, enda verður reynslan að skera úr því. Hitt er ekki að efa, að
ef Birni endist líf og heilsa til að kenna mönnum að nota þennan
framburð, þá léttist stafsetningarkennslan um allan helming. Svo
hér er til mikils að vinna. Vonandi á Björn ennþá eftir að koma
þessu áhugamáli sínu og mikla þrifamáli í framkvæmd.
Grundfragen der islándischen Satzphonetik. Von Sveinn Berg-
sveinsson. Berlin, Verlagsanstaltung Metten & Co. 1941. iv, 210
bls. [Phonometrische Forschungen, hrsgg. von Eberhardt und Kurt
Zwirner. Reihe A Band 2.]
Þessi myndarlega doktorsritgerð tekur þar við, sem ég mundi
hafa viljað halda áfram fyrir tuttugu árum (1927) með rannsókn
á setningarhljóðfræði í íslenzku.
Á þessum árum hafa mörg tíðindi gerzt í hljóðfræðivísindtim,
og ber bók Sveins þess menjar, að hann hefur eftir föngum reynt
að fylgjast með tímanum. Að hætti þessarar kynslóðar eyðir hann
miklu rúmi til að leggja tryggan fræðilegan grundvöll að rann-
sóknum sínum með gagnrýni á aðferðum og skoðunum hinna eldri
tilrauna-hljóðfræðinga á annan bóginn og á skoðunum hinna yngri
hljóðkerfis-fræðinga Pragskólans á hinn. Sjálfur fylgir Sveinn að-
ferðum þeirra Zwirner-bræðra í Berlín, sem kalla sig hljóðmæli-
fræðinga (fonometrists) og reyna að hafa það úr hvorum hinna
eldri skóla, sem þeim þykir bezt. Má heita, að það, sem þeir Zwirner-