Skírnir - 01.01.1948, Síða 227
Skímir
Ritfregnir
221
bræður og Sveinn kalla Lautklasse, svari til þess, er hljóðkerfis-
fræðingar kalla fónem, en það, sem Zwirner og Sveinn kalla Laut-
qualitaten, sé það, sem hinir eldri hljóðfræðingar kölluðu hljóð.
Rannsóknir Sveins eru reistar á tveim hljóðplötum (fónograf-
plötum), er Sveinn hefur sjálfur gert, aðra í fyrirlestrastíl, hina
með daglegu tali.
Textar Sveins eru prentaðir á þrjá vegu: með Lautklassen-skriit
(fónem-skrift), er gefur það til kynna, hvernig höfundur hefur
ætlað að tala, og með hljóðritun (fónetiskri skrift), er gefur fram-
burð hans eins og höfundur hefur getað heyrt hann sem nákvæm-
ast af plötunum, þrem sinnum, og með mánaðar millibili. Loks eru
textarnir prentaðir með venjulegri stafsetningu íslenzkri og með
þýzkri þýðingu. Eins og við er að búast, verður munurinn á fón-
emska og fónetiska textanum talsverður.
Tvö vélræn línurit hefur Sveinn gert af plötum sínum, annað til
þess að sýna raddsveiflur, hitt til að sýna raddstyrk. Styðst hann
við þau bæði við ákvörðun hljóðanna, lengd þeirra, tónhæð og
styrkleika. Af þessum linuritum prentar Sveinn aðeins sýnishorn.
Hið þriðja línurit hans sýnir tónhæð í báðum textunum, og er ef-
laust unnið með tilstyrk raddsveifluritsins.
Með þessum útbúnaði og efnivið ræðst Sveinn í að skrifa kapí-
tula um samstöfur, um lengd (eða, eins og hann segir, um teygjan-
leik), um hreim og setningarlag, um áherzlu og hrynjandi og loks
um gagnkvæm áhrif hinna ýmsu atriða, eins og lengdar, hreims og
áherzlu.
Það verður ekki sagt, að Sveinn láti undir höfuð leggjast að taka
jafnvel erfiðustu atriði til meðferðar, eins og t. d. samstöfurnar.
Þegar ég var að alast upp, fóru hljóðfræðingarnir með þær á svip-
aðan hátt og guðfræðingarnir með guð og sálina, þ. e. þeir höfðu
þær að visu oft á vörunum, en flestir fundu engin ljós merki þeirra
í línuritum sínum, og sumir neituðu jafnvel alveg tilveru þeirra.
Hins vegar hófu hljóðkerfisfræðingar samstöfurnar til forns vegs
og virðingar, og þeim fylgir Sveinn, en reynir þó líka að sýna fram
á merki þeirra í línuritum sinum, þó að því er mér virðist með held-
ur vafasömum árangri.
Næst tekur Sveinn lengd hljóða til meðferðar, eða eins og hann
kallar það með réttu frá sínu sjónarmiði, teygjanleik. Því að hann
sýnir fram á, að flest hljóð, hvort heldur sérhljóð eða samhljóð,
mega heita lítt greinanleg að hljóðlengd, er þau standa inni í setn-
ingu. Hyggur hann, að það, sem greini ,,löng“ sérhljóð frá „stutt-
um“, sé í raun og veru ekki hljóðdvöl þeirra, heldur tengsl sérhljóð-
anna við eftirfaranda samhljóð. Séu þessi tengsl laus eins og í aka,
þá verður sérhljóðið teygjanlegt, séu þau föst eins og í hnakkur,
þá verður hljóðið stutt.
Um hreim, segir Sveinn, ríkja engar fastar reglur í islenzku