Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 228
222
Ritfregnir
Skírnir
(eins og t. d. um lengd), en hreimurinn hefur það hlutverk að
birta skap og tilfinningar talandans. Verður hreimurinn þvi til-
breytingarmeiri og sveiflustærri sem ræðan er persónulegri, og því
gætir hreims meira í daglegu tali en í fyrirlestri.
Um áherzlu orða gilda að vísu fastar reglur, en þær víkja mjög
oft fyrir áherzlu setningarinnar, sem ekki virðist, að ætlan Sveins,
jafnföstum reglum bundin. Áherzla eftir efni er algeng, en verður
stundum að víkja vegna hrynjandi. Sveinn sýnir fram á ríkjandi
tilhneigingu til að flytja aðaláherzlur í síðari hluta hverrar setn-
ingar.
Að lokum sýnir Sveinn fram á innbyrðis áhrif milli áherzlu og
lengdar, áherzlu og tónbila. Hins vegar er lítið samband milli
áherzlu og tónhæðar, lengdar og tónhæðar.
Af nýjungum í framburði, sem Sveinn nefnir, má tilfæra stytt-
ingu á í, ú í orðum eins og lik, búk, húm. Þetta er hans vestfirzki
framburður, en kvað koma víðar fyxár (B. Guðfinnsson), þótt ég
hafi aldrei veitt því eftirtekt.
Sveinn álítur, að í orðurn eins og dansa sé um nefkveðið sérhljóð
að ræða (dá:sa); ég ætla aftur á móti, að hér sé nefkveðið öng-
hljóð (danz - sa), þótt ég vilji ekki fortaka, að Sveinn kunni að bera
öðnrvísi fram. Ég get bætt því við, að þessi framburður er ekki
ótíður í ensku, þótt engir virðist hafa gefið honum gaum.
Sveinn hyggur (bls. 114), að kenning hans um föst og laus tengsl
milli sérhljóðs og eftirfaranda samhljóðs skýri mismuninn á bitling-
ur : bitleysi annars vegar, en talsími : kalsi hins vegar. Ég hef
reynt að skýra þetta á annan veg í Kerfisbundnum hljóðbreytingum
(Studia Islandica).
Stefán Einarsson.
T. C. Lethbridge: Merlin’s Island. Essays on Britain in the Dark
Ages. London 1948.
Höfundurinn er kunnur brezkur fornleifafræðingur, og í þessari
bók birtir hann átta hálfalþýðlegar greinar um Bretland á „hinum
myrku öldum“, einkum tímabilinu frá lokum Rómverjatímans fram
að víkingaöld. Allar eru ritgerðir þessar mjög skemmtilegar af-
lestrar, sérkennilegar og djarflegar, höfundurinn er maður, sem
hugsar sjálfstætt og er hvergi smeykur að halda fram skoðun sinni,
þótt hún kunni að brjóta í bág við venjuhelgaðar kenningar.
Mér finnst ástæða til að vekja athygli íslendinga á þessari bók,
þótt ekki væi-i nema vegna kafla, sem heitir „Hús, skip og siglingar
fornmanna til Norður-Ameríku“. í þessum kafla ræðir höfundur-
inn siglingar íra til íslands, sem hann hyggur, að verið hafi miklu
víðtækari en menn hafa áður talið. Ekki aðeins írskir munkar,
heldur einnig leikmenn, hyggur hann að hafi hafzt við á íslandi
fyrir landnámsöld, og færir til sönnunar, að hér á Þjóðminjasafn-