Skírnir - 01.01.1948, Side 229
Skírair
Ritfregnir
223
inu hafi hann séð írska bronsprjóna og fleiri smáhluti, svo sem
keltneskar bjöllur og jafnvel ritstýla. En Mr. Lethbridge lætur ekki
hér við sitja. Hann telur einnig vafalaust, að Irar hafi siglt til
Grænlands og hafi máske vitað um það land síðan á bronsöld. Segir,
að sig muni ekki kynja, þótt írskar minjar eigi eftir að finnast á
eyjunum fyrir ströndum Grænlands eða jafnvel á sjálfu meginlandi
Ameríku. Þetta rökstyður hann með ýmiss konar líkingu í verk-
legri menningu Eskimóa og íra, svo og hinum fornu írsku sögum
um siglingar til vestlægra landa, þar sem m. a. ríkti sá siður að
bjóða gestum kvenfólk.
Það er ekki ætlunin að leggja dóm á þessar kenningar hér, enda
tilgangur minn sá einn að minna á skemmtilega bók, sem að nokkru
leyti varðar ísland. Oft hefur mér dottið í hug, að bronsbjöllurnar
tvær, sem hér eru á safninu, hlytu að vera keltneskar, og að þær
séu einmitt bjöllur þær, sem landnámsmennirnir eiga að hafa fund-
ið hér eftir Papana að sögn Ara fróða. En torvelt mun að finna
alveg samsvarandi bjöllur á Bretlandseyjum, þótt þar sé mikið til
af bjöllum úr frumkristni, og fullkominn vafi virðist mér á því, að
hinir „írsku“ prjónar, sem höfundur bókarinnar sá hér á safninu,
séu í raun og veru írskir. Allt þarf þetta frekari rannsóknar við.
En þótt allt þetta smádót væri írskt, þá bætir það ósköp litlu við
þekkingu okkar á siglingum fra til íslands og samskiptum fra og
íslendinga. Hitt væri mikilvægt, ef Mr. Lethbridge tækist að sanna
eða gera líklegt, að írum hafi verið vel kunnugt um ísland, Græn-
land og Norður-Ameríku í margar aldir fyrir landnámsöld og frá
þeim hafi Norðurlandamenn haft nákvæmar spurnir af þessum
löndum, áður en þeir fóru að nema ísland. Einnig þykir mér næsta
eftirtektarvert, er þessi brezki fræðimaður lýsir yfir þeirri sann-
færingu sinni í inngangi bókarinnar (án frekari rökstuðnings), að
á Rómverjatímabilinu hafi menn siglt frá Bretlandi og komizt í
samband við Eskimóa, og það án þess að hann viti af hinum róm-
versku peningum, sem fundizt hafa hér á Austfjörðum og eru að
minni hyggju allt að því óræk sönnun þess, að rómverskir borgarar
hafa siglt til íslands í lok 3. aldar.
Kristján Eldjárn.
Folke Ström: Den döendes makt och Odin i tradet. 1947. Den
egna kraftens man, en studie i forntida irreligiösitet. 194S. Göte-
borgs högskolas ársskrift 53—54.
Höfundur þessara rita um trú feðra vorra er bókavörður í Gauta-
borg, ungur fræðimaður í trúarbragðasögu. Doktorsritgerð hans
fyrir nokkrum árum, On the sacral origin of death penalties, fjall-
aði um efni skylt við Den döendes makt og þótti hin merkasta fyrir
réttarsögu fornaldar jafnt og trúarbragðasamanburð. Þessi tvö rít
eru styttri og eigi tæmandi rannsóknir, en góð rit.