Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 230
224
Ritfregnir
Skímir
Hið fyrra: Máttur deyjandi manns og henging Óðins er um efni,
sem marga íslendinga hefði langað til að glíma við, en þekking
hefur verið af skornum skammti. Áhugi manna fyrr og síðar á
draugum og andatrúarkrafti einbeitist margsinnis að fyrirbrigðum
viðskilnaðar og ógnarvaldi því, sem alþýðu finnst enn, að menn
komist í snerting við deyjandi. Sjálfsfórn Óðins, er hann hengdi
sig í vindgnúðu tré og hékk þar níu nætur, dauður að öðru leyti en
því, sem hann var ódauðlegur guð og draugadrottinn, kallaði fram
þetta ógnarvald og gæddi hinn hengda guð máttkum rúnum þess,
fyllti hann spásagnargáfu og fítonskrafti. Það var ein magnaðasta
hugmyndin í allri andatrú heiðninnar. Það, sem Ström hefur ráðizt
í, er að finna alþýðleg tengsl milli þeirrar Óðinstrúar og andatrúar
af venjulegra tagi og staðfesta fræðilega þann skilning, sem nú
var getið, á sjálfsfórnartilgangi Óðins.
Fyrsti þáttur ritsins fjallar um hugmyndir Norðurlandaþjóða
um yfirnáttúrleg áhrif deyjandi manna og nýdauðra og hæfileika
þeirra bæði til spásagnar og áhrínsorða. Samanburður er gerður
við hugmyndir annarra Germana, Grikkja, Rómverja, Indverja og
Semíta.
Annar þáttur sýnir óttann með þessum hugmyndum, er menn
grunaði illan hug feigra og dauðra, og er borið saman við norrænu
draugatrúna, en þó meir við slíkan ótta með frumstæðum þjóðum
seinni tíma. Þriðji þáttur snýst um andatrú í þekkingarleit og um
spásagnargáfuna, sem nálægð dauðans veitti. I viðauka við ritið
ræðir Ström um seið. Þar styður hann og rýmkar nokkuð kenn-
ingar Dags Strömbecks, settar fram í hinu kunna riti hans, Sejd,
en Dagur hefur sýnt, hve Lappar hafa varðveitt vel sérkenni nor-
ræna seiðsins allar aldir síðan. Ström andmælir með rökum gagn-
stæðum skoðunum Áke Ohlmarks úr Studien zum Problem des
Schamanismus, og virðist ótvírætt, að Ohlmarks skorti þar á skiln-
ing íslenzku heimildanna. Ágreiningur er með Ström og Strömbeck
um varðlokkur og náttúrur í Eiríks sögu rauða, og verður það lengi
álitamál.
Fjórði þátturinn, Óðinn í trénu, byggir á því, sem segir í hinum
þáttunum um kraft og vitneskju, er hugsanlegt sé að eignast við
dauðann, — enn fremur um seið og kunnáttu Óðins að fara í ann-
an ham, og áherzla er lögð á getu hans til að fræðast af hengdum
ná á gálga og af völum, sem hann vakti upp. Galdrafaðir var nafn
hans og fól í sér feiknareðli.
Úr því að dauðinn gat orðið leið til að ná þekkingu og yfimáttúr-
legum krafti og Óðni var lagið að ná þekkingunni frá deyjandi og
dauðum og spyrja síðan ávallt enn lengra um hin hinztu rök: Vitu
þér enn eða hvað? — þá hlaut hann að vilja skyggnast með eigin
auga um dauðans dyr að lokum til að ná þroskahámarki. Sjálfs-