Skírnir - 01.01.1948, Side 233
Skírnir
Ritfregnir
227
áður verður að leita til frumritsins. Og búningurinn er vitanlega
óáreiðanlegur. Svo að allt er þá þetta á eina bókina lært. Það hefur
mjög brostið á hjá íslenzkum skrásetjendum, að þeir fylgdu nógu
vandlega munnlegri frásögn, þegar þeir færðu sögur i letur, en út
yfir tekur þó, þegar uppskrift er brenglað á eftir.
í þeirri bók, sem hér skal gerð að umtalsefni, er farin önnur leið.
Síðan Guðbrandur Vigfússon benti á íþrótt séra Skúla Gíslasonar
(í formála Þjóðsagnanna), hefur mönnum verið ljóst, hve vel hann
fór með sögur, og hefur Sigurður Nordal átt sinn þátt í að breiða
út vitneskju um það. Og með útgáfu þessarar bókar hefur hann
fært þeim, sem ekki höfðu áttað sig á því áður til fulls, sanninn um
frásagnarhæfileika séra Skúla. Flestar sögur hans eru í einu hefti,
sem hann sendi Jóni Árnasyni (Lbs. 534, 4to), og hefur Sigurður
tekið sig til og prentað það í heilu lagi. Allar úrvalssögur Skúla,
sem dreifðar eru um safn Jóns, eru hér hver á eftir annari. Smekk-
ur séra Skúla og einkenni koma hér glöggt í ljós, mætur hans á
þróttmiklum og óvatnsblönduðum söguefnum, skapsmunir, festa
og öryggi í frásögninni. Þetta er því einkar veigamikið og skemmti-
legt þjóðsagnakver og sýnir á glöggan hátt merkan íslenzkan rit-
höfund frá fyrri tíð, rithöfund, sem menn eiga erfitt með að átta
sig á til fulls, þegar sögur hans eru dreifðar innan um aðrar. Sög-
unum fylgir ágætur formáli eftir Sigurð Nordal og athugasemdir
aftan við; í öllu starfi hans við þetta kver kemur fram ylur og alúð,
sem gerir bókina enn kærari manni en ella væri. Að prenti og frá-
gangi er kverið vel úr garði gert, og það er prýtt myndum eftir
listamanninn Halldór Pétursson. Það er gaman að sjá glímu lista-
manna vorra við þjóðsögumar, og það dylst ekki, að efnið hefur
haft mikil áhrif á Halldór, enda hygg ég sumar myndir bókarinnar
vera meðal beztu þjóðsagnamynda.
Um útgáfuna segir Sigurður Nordal, að hann hafi farið svo nærri
frumriti sem tiltækilegt þótti, breytt stafsetningu samkvæmt því,
sem nú tíðkist, en haldið orðmyndum. Þessari aðferð er ég alveg
sammála, sé ég ekki, að mikið sé unnið við að halda stafsetningu,
en það getur gert ritin ólæsilegri (t. d. 16.—17. aldar manna), en
orðmyndum er sjálfsagt að halda, og furðar mig oft á því, þegar
menn nú á tímum láta sér detta í hug að setja fyrri aldar ritskör-
unga á skólabekk og leiðrétta verk þeirra eins og stíla. Um lestrar-
merki segir, að um þau hafi séra Skúli hirt svo lítið, að ekki voru
tiltök að fara eftir handritinu við setningu þeirra. Eg er þó ekki
alveg viss um, að ekki hefði mátt hafa meiri hliðsjón af lestrar-
merkjasetningu séra Skúla, það er t. d. hreint ekki alltaf handahóf
á því, hvort hann setur depil eða ekki; þegar mikill hraði er í frá-
sögninni, greinir Skúli mjög oft málsgreinir með höggi eða depil-
höggi, en ef settur er þar depill í staðinn eftir dauðum reglum,
kemur það í bága við stíltilfinninguna. Ég ætla margir hafi tekið
15*