Skírnir - 01.01.1948, Síða 234
228
Ritfregnir
Skírnir
eftir því, að í Þjóðsögum Jóns er mikið notað depilhögg, og ef að
er gáð, kemur í ljós, að mjög oft er það sett af næmri tilfinningu
þar sem ekki er heppilegt, að glöggar þagnir rjúfi frásögnina. Af
einhverjum ástæðum, sem mér eru óskiljanlegar, hafa margir kenn-
arar hatur á depilhöggi og reyna að útrýma því. En það er lestrar-
merki og getur þvx stutt rithöfund að ná tilgangi sínum; en eiga
þau greinarmerki, sem ekki eru lestrar- eða skilningsmerki, yfirleitt
nokkurn rétt á sér?
í athugasemdunum aftan við er margvísleg fræðsla, um aðferðir
við útgáfuna, meðferð Jóns Árnasonar á sögunum, einstakar sögur
og orðfæri á stöku stað. Hér hefði ég kosið greinargerð í einstök-
um atriðum á nöfnum sagnanna, en þau eru af margvíslegum upp-
runa, og flest nöfnin í handritinu eru verk Jóns Ámasonar; oft
hefur hann líka sett ,,afsk.“ við sögumar, til minnis sér, að hann
hefði látið gera eftirrit af þeim. Sum þeima eftirrita eru varðveitt
í handritasafni Jóns, ekki sízt í Lbs. 530, 4to (líka í 529, 4to), og
má þar sjá breytingar á þeim. Þær virðast flestar með hendi Jóns
Árnasonar, en annars koma hendur Guðbrands og Maurers líka
fyrir í handritinu, má telja víst, að hér sé að ræða um prenthand-
rit. Breytinguna á Galdra-Loftssögunni: „er útséð um velferð
mína, en laun þín. Skulum við samt láta þetta liggja í kyrrþey“
(9 1-2) í „er útséð um velferð mína. En laun þín skulum við samt
láta liggja í kyrrþey“ held ég verði að eigna Jóni.
I Lbs. 528, 4to er skrá yfir sögur, sem Jón sendi Maurer, og
dagsetning við. Meðal álfasagna eru nokkrar sögur frá Skúla og
sett spurningarmerki við, svo sem Jón væri ekki viss, nema þeim
mætti sleppa; við eina þeima, söguna „Huldumaðurinn og stúlkan“
(JÁ I 22—23) er skrifað „certe inventum“, vissulega tilbúin. En
með „Kirkjusmiðnum á Reyni“ (JÁ I 58) hverfa slík merki og at-
hugasemdir, og sjást ekki síðar við sögur Skúla, enda varð ekki
fenginn betri sagnamaður en hann, þegar um stórbrotnari sögur
var að ræða og myrkari þætti þjóðtrúarinnar. Og það hefur Jóni
Árnasyni verið fullljóst.
Sigurður Nordal nefnir á einum stað í formála bókarinnar, hve
maklegt það væri að gera eins vandaða útgáfu af Þjóðsögum Jóns
Árnasonar, með samanburði við frumritin, leiðréttingum o. s. frv.
Undir þetta vil ég taka af alefli. Þjóðsögur Jóns eiga það vissulega
skilið. Þetta er að vísu allmikið verk, en það væri líka án efa mjög
skemmtilegt verk. Og í handritasafni Jóns eru svo mikil gögn, að
á löngum köflum má rekja sögurnar frá frumriti til prentaða text-
ans án þess nokkuð vanti í. Annarstaðar vantar að vísu milliliði,
en frumritin býst ég við séu langoftast til. Hér eru líka uppköst að
skýringarköflum Jóns, sömuleiðis sögur, sem til prentunar voru
búnar, en hafnað var þó að lokum. Sumstaðar held ég Guðbrandur
hafi strikað út kafla úr prenthandritunum, á fáeinum stöðum eru