Skírnir - 01.01.1948, Side 235
Skírnir
Ritfregnir
229
svo glefsur með hans hendi. Ekki eru þessi plögg alltaf rétt bundin
inn, og skal ég segja eitt dæmi þess. Þegar ég bjó textann af Skess-
unni á steinnökkvanum undir prentun í þjóðsagnasafni mínu 1944,
tók ég og aðstoðarmaður minn eftir því, að textinn hlyti að vera
rangur a. m. k. á tveim stöðum, en þá var ekki kostur á að komast
í handritin. Nú fann ég um daginn frumrit þessarar sögu (með
hendi J. Á.) í Lbs. 533, 4to, en þegar til kom, vantaði niðurlagið.
Eftir nokkra leit hafði ég svo upp á því í Lbs. 531, 4to, kom þá í
ljós, að á báðum hinum grunuðu stöðum var textinn rangur. JÁ II
430io „en vitjað hefði hann um sig öðru hverju degi“ . . . , hér vant-
aði ‘degi’ í frumritið, enda algerlega ofaukið. 530i2-i3 „uns nökkv-
inn lenti hjá þríhöfðuðum þussa, og viljað þegar sofa hjá sér“ . . .
hér vantar auðsjáanlega eitthvað á eftir orðinu „þussa“, frumrit-
ið sýnir, hvað það er: „er hefði tekið sig“. — En þó að band þess-
ara handrita sé ekki sem skipulegast, þá er þó frekar fljótgert að
fá yfirsýn yfir þau. Og ætti ekki í nýrri útgáfu að láta sér nægja
að leiðrétta textann, heldur ætti að reyna að gefa sem gleggsta
hugmynd um sögu hans og verk hvers þess manns, sem þar á hlut
að máli. Ég er sannfærður um, að hægt er að öðlast um það mikla
vitneskju, sem enginn maður kann skil á nú.
E. 6. S.
Jakob Thorarensen: Amstur dægranna. Sögur. Helgafell. Reykja-
vík 1947.
Kvenréttindaræður, kvennatímar í útvarpi og allt það var farið
að hafa áhrif á mig. Sú tilfinning smásíaðist inn í mig, að kúgun
kvenna væri svo mikil, að líklega yrði það aldrei bætt. Hún var að
ná tökum á mér þessi tilfinning, hægt, en að því er virtist án þess
að rönd yrði við reist. Hvað stoðaði það, þó að reynslan sýndi,
meira að segja daglega, að konur hefðu svo firna margt til síns
ágætis, að þær væru prýðilega til þess fallnar að lifa í veröldinni.
En hvers má sín athugun reynslunnar, jafnvel þó dagleg sé, þegar
annars vegar er hin stöðuga boðun kenningarinnar. Og ekki dugði
það mikið, þó að ein mjög merk kvenréttindakona lýsti fyrir mér
allt öðrum skoðunum einu sinni í kokkteilboði, nfl. að konur kynnu
miklu betur að koma ár sinni fyrir borð en karlmenn, og hefðu
alltaf kunnað, og þær þyrftu því engrar stökkbreytingar við, enda
mundi hennar ekki von. En enginn má við margnum. Boðun kenn-
ingarinnar mátti sín meira en jafnvel reynslan — þetta er alþekkt
fyrirbrigði —, og bjartsýnin var að komast í hættu.
En í svipinn hefur smásagnasafn Jakobs Thorarensens „Amstur
dægranna“ þó nokkuð glætt bjartsýnina og trúna á þennan fjöl-
mennari og — að því er haldið var áður — betri helming mann-
kynsins. Bókin stefnir að því að sýna, að hann sé beint skapaður
til að lifa hér á jörðinni, allt öðruvísi en karlmenn, sem viti eigin-