Skírnir - 01.01.1948, Page 236
230
Rítfregnir
Skírnir
lega aldrei, hvernig þeir eigi að sitja eða standa, og séu þar af leið-
andi alltaf að gera einhverjar vitleysur, og þetta hafði mig lengi
grunað. Gamalt ævintýri fjallar um spurninguna: Hvað vill kona?
Svarið er —• ráða. Kann ekki Sigþrúður á Svalfelli mæta vel að
hertaka og síðan stjórna manni sínum: hún elskar, er elskuð og
ræður. En fáum er alsælan gefin, og aðrar konur bókarinnar verða
að láta sér nægja minna, en hver þeirra kemur þó með nokkru móti
ár sinni fyrir borð, og allar standa þær með pálmann í höndunum,
hver á sína vísu, þó ekki sé að öðru en því, hve þær eru í sálinni
óháðar karlmönnunum. Og þær eni allar saman einkar lifandi hjá
skáldinu og hver annari ólík.
Bókin ætti ekki að gera neinn stúrinn, hún er það sem kallað er
léttúðarfull, hún er kvensamlega skrifuð og af mikilli kímni og
drjúgmikilli þekkingu á mannlífinu. Kímnin brýtur broddinn af
ádeilunni, en ádeila væri í þessu tilfelli alveg vita gagnslaus. Ekki
skortir skáldið orð, þar er meira af lifandi íslenzku en vant er nú
á tímum, þegar óvandað pappírsmál ætlar allt að drepa.
Um list sagnanna væri margt að segja, þó að i þessari ritfregn
sé mest hirt um stefnu bókarinnar — það gera ýmsir fleiri, sem um
bækur rita.
Það kynni að vera, að unnt væri að hæla kvenþjóðinni fyrir enn
fleira en þessi bók fjallar um. En út í þá sálma, sem eru alvarlegri,
skal ég ekki fara í þetta sinn. Bókin hefur i svipinn kveikt í mér
með bjartsýninni og gamninu. En hvað dugir það lengi innan um
kvenréttindaræðurnar, kvennatímana og allt. það?
E. Ó. S.
Jörgen-Frantz Jacobsen: Færeyjar, land Og þjóð. Aðalsteinn Sig-
mundsson þýddi. Ritsafn Norræna félagsins. Helgafell. Rvik 1948.
Þessi litla bók er fyrst í flokki rita, sem Norræna félagið hyggst
að gefa út um frændþjóðirnar, og fer vel á því að byrja á Færeyj-
um. Yér vitum í rauninni minna um Færeyjar en æskilegt er og
sæmilegt má kallast, sökum frændsemi við Færeyinga. Fulla úrbót
veitir kverið ekki, en er greinargott, svo langt sem það nær, lipur-
lega skrifað og mjög sómasamlega þýtt. Langtum fyllri Færeyja-
lýsing er nýlega komin út á ensku eftir Kenneth Williamson: The
Atlantic Islands, náttúrufræðing og höfuðsmann í enska setuliðinu
í eyjunum styrjaldarárin, en gestrisni eyjanna launaði hann með
góðri og skemmtilegri bók. Bók Jacobsens nær ekki til síðustu ára,
hinn mæti höfundur lézt í marz 1938, en þýðandi bætti á stöku stað
inn athugasemdum til glöggvunar. Myndasafn er aftan við lesmál-
ið, gott nema mannamyndir, prentmótin gerð eftir prentuðum
myndum, sem alltaf er ólán. Auk þess er skýringum myndanna
klaufalega fyrir komið og tæplega að gagni nema fyrir þá, sem
kunnugir eru staðháttum í Færeyjum. L. S.