Skírnir - 01.01.1948, Side 237
Skírnir
Ritfregnir
231
FriíSrik FriSriksson: Sölvi, fyrri og siðari hluti. Bókagerðin
Lilja. Reykjavík 1947-48.
Ótaldir eru þeir drengir, sem æskulýðsleiðtoginn séra Friðrik
Friðriksson hændi að samkomum í kristilegu félagi ungra manna
með sögum sínum, þýddum og frumsömdum. Svo langt man ég, að
það var vel gerlegt að brjótast í ófærð og blindbyl til þess að hlusta
á hann segja frá Rickitickitavi í frumskógum Indlands eða Sölva,
sem kom ofan úr Grindaskörðum. Bókmenntasmekkurinn var þá
kannske annar en nú, en hvað sem því líður, hann var að minnsta
kosti óspilltur og eyrað opið fyrir haglega slunginni keðju atvika
og lýsinga af vörum frásögumanns með sterkum persónulegum
töfrum. í formála fyrir bókinni segist höf. þvernauðugur senda
Sölva sinn út um landið, hann hafi aldrei ætlazt til, að hann kæmi
fyrir almennings augu, og er þetta trúlegt, en síður hitt, að óttast
þurfi hann misjafnari viðtökur á flakkinu en upp og ofan hjá drengj-
unum á samkomunum fyrrum. Sænskur vinur íslenzkra bókmennta
skrifar nýlega svo um Sölva: „Höf. er drengur að hjartalagi. And-
rúmsloftið er hátt og hreint. Bókin hefur kristilega stefnu, en er
laus við þröngsýni, allt er virt á bezta veg. Og hvílíkur förunautur
er ekki höf. um fjöll og firnindi íslands, hann er kunnugur í dal og
byggð, og það er gaman að gista með honum á bæjunum. Hann
þekkir landslagið eins og stofugólfið sitt. Ég þekkti nokkuð til sveita-
lífsins úr skáldsögum Jóns Thoroddsens og öðru, sem ég hef haft
með að sýsla, en þessar lýsingar tóku hug minn fanginn. Hvað
snertir bókmenntalegu hliðina, stílinn, þá er hann hreinn og beinn
— ljós, vildi ég sagt hafa.“ (Vimar Ahlström.) Sá hefur undarlegan
smekk, sem ekki fellst algerlega á þessi vingjarnlegu ummæli.
L. S.
Jakob Jónsson frá Hrauni: Sex leikrit. Haukadalsútgáfan. Reykja-
vík 1948.
Hér komu þá loksins leikritin sex að tölu og ný af nálinni fyrir
vort þurfandi leiksvið og öll eftir sama manninn, séra Jakob Jóns-
son frá Hrauni. „Takið þið nú mannlega á móti,“ gæti höf. sagt,
en við nánari athugun kemur í ljós, að ekki hefur staðið upp á leik-
sviðsins fólk, eitt leikritanna, „Öldur“, hefur verið sýnt í Reykja-
vík, annað, „Hamarinn“, á Akureyri og Siglufirði, en tvö leikrit,
„Fjársjóðurinn“ og „Maðurinn, sem sveik Barrabas", hafa verið
flutt í ríkisútvarpið. Eftir verður þá „Tyrkja-Gudda“, fremsta leik-
ritið í bókinni, sem ekki hefur verið flutt opinberlega fram að þessu,
og hið síðasta, „Velvakandi og bræður hans“, sem talið er vera sjón-
leikur fyrir Ylfinga og kann að hafa verið flutt af slíkum einhvem
tíma og einhvers staðar.
Stórvirkur er séra Jakob, það vantar ekki, og það vantar heldur
ekki, að hann getur farið á kostum sem leikritahöfundur. Sprett-