Skírnir - 01.01.1948, Side 238
232
Ritfregnir
Skírnir
irnir í þessum leikritum á víð og dreif gera það að verkum, að mann
klæjar í að skamma höfundinn niður fyrir allar hellur fyrir að sjóða
ekki betur saman á samskeytum, úr því að hann er með góða smíð
í höndum. Flausturshandbragðið er berast á „Hamrinum“, en klastr-
ið áþreifanlegast á „Tyrkja-Guddu“. Ágætis efni í gamanleik glomp-
ast, þrátt fyrir afbragðs spretti í rétta átt, ofan í ‘melodramatískt’
dalakofa-þvögl í pólitískum morgunroða. Þetta eru skammir, log-
bullandi skammir, en bara af því að leikritið morar af smellnum
mannlýsingum og sönnum tilsvörum, sem sýnir, að höf. getur gert
betur, ef hann hefur góð pappírsskæri við höndina og stóra pappírs-
körfu. — Við hitt leikritið, sem ég nefndi, er nostrað, en á þann
hátt, að samskeyti verða ber, heil atriði fara svo sem fyrir ofan
garð og neðan, ýmist sem lystilegar eða hroðalegar skrautsýningar
og persónur spássera yfir leiksviðið með nafnspjald upp á vasann
og annað ekki. Eftir þeim götum, sem þræddar eru í „Tyrkja-
Guddu“, mætti ef til vill hugsa sér kvikmynd gerða um eiginkonu
sálmaskáldsins góða, en það er áreiðanlega ofætlun áhorfendum að
fá út heillega mynd af konunni á þeim þremur klukkustundum, sem
þeir hafa til umráða í leikhúsinu. Hver þáttur leiksins er svo að
segja efni í sjálfstæðan leik, og enn kemur það í ljós, ef hvert leiks-
atriði er skoðað út af fyrir sig, að höf. kann vel til síns handverks
— það dugir bara ekki að slengja saman röð af einþáttungum og
segja: Gjörið þið svo vel, hér er sögulegur sjónleikur í 7 sýningum.
„01dur“ er gott leikrit á leiksviði, hinum fáu persónum leiksins
eru gerð full skil og efnið er tekið föstum tökum. Það mætti helzt
setja út á Ásmund formann, hann getur varla opnað munninn án
þess að hafa á takteinum einhverja samlíkingu frá sjónum, en hálft
í hvoru finnst manni til um myndauðgi lýsinganna, og vant er að
sjá, hvað fella mætti niður. „Fjársjóðurinn“ er langdregið útvarps-
leikrit og endasleppt, en „Maðurinn, sem sveik Barrabas" er eitt
bezta útvarpsleikrit, sem heyrzt hefur i útvarpi hér.
Niðurstaðan um þessi leikrit hlýtur að verða eitthvað á þá leið,
að höfundi sé einkar létt um að setja saman samtöl og fundvís í
betra lagi á dramatísk atvik, en hann skortir þolinmæði til að vinna
úr efninu og raunhæfa leikhússþekkingu til að búa leikurunum upp
í hendurnar viðfangsefni, sem þeim sé ætlandi að íklæða holdi og
blóði á leiksviðinu. L. S.
Símon Jóh. Ágústsson: Rökfræði. Hlaðbúð. Reykjavík 1948.
Símon Jóhannes er orðhagur maður svo að af ber. Allt málfar bók-
arinnar ber þess vott. Þó myndi hann hafa þurft orðkynngi sinnar
allrar við að semja rökfræði á íslenzku, ef Ágúst H. Bjarnason
hefði ekki áður þjálfað tunguna við þetta óþjála efni. Þessa braut-
ryðjandastarfs minnist Símon þakklátlega í formála. Bókin skartar