Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 239
Skímir
Ritfregnir
233
fjölmörgum haglega gerðum nýyrðum, sem báðum þessum fræði-
mönnum er sómi að.
Ritið skiptist í tvo höfuðkafla, hugsunarfræði og þekkingarfræði.
Auðsýnilega leggur höfundur aðaláherzlu á hugsunarfræðina. Hún
er rakin í sínum þremur sígildu þáttum: kenningunni um hugtök,
dóma og rökfærslu. Leggur höf. sig mjög fram að gera lesandanum
einstök atriði sem Ijósust, og víða hefur honum tekizt ágætlega.
Nokkuð virðist mér bera á því, að mikil áherzla er lögð á smáatriði,
sem sýnast mættu lítilvæg í byrjendabók, en sleppt í staðinn því,
sem meira máli skiptir. Á síðara atriðið mun ég drepa nánar. En
sem dæmi um mikla nákvæmni í smáu má til neína, að hin gamla
rökþula (Barbara, Calerent, Daríi o. s. frv.) er skýrð i sínum 19
mismunandi rökfærsluháttum, sem sumir verða þó að teljast þýð-
ingarlitlir. Þó að slik nákvæmni sé lofsverð i vísindaritum, getur
hún í stuttum námsbókum handa byrjendum leitt til þreytandi upp-
talningar.
Vegna hins takmarkaða rúms þarf höfundur vel að kunna að
velja og hafna. Um valið má raunar lengi deila. Einum þykir þetta
nauðsynlegt, öðrum hitt. Samt hygg ég, að ungum stúdentum yrði
bókin aðgengilegri til náms og frjórri hugsun þeirra, ef veigalítil
smáatriði þokuðu meir fyrir meginlögmálunum. En einmitt fyrir
þeim fer lítið í bók Símonar. Glöggskyggn lesandi hlýtur að undr-
ast það, að sannanir hvíla á lögmálum, sem ekki eru nefnd. Til
kennslubókar í rökfræði verður að gera strangari kröfur um þetta
en til annarra rita. Úr því að miklu erfiði er eytt í að sanna, að
A er B, hvers vegna þá ekki að byrja á byrjuninni og sanna, að
A er A? Á því hvílir þó sönnunin A = B, A = C o. s. frv. Höf. virð-
ist hafa gaman af að draga okkur á þessu. Hann getur ekki um
meginlögmál hugsunarinnar fyrr en í lok hugsunarfræðinnar. Þang-
að til er lesandanum ætlað að lifa í góðri trú. Á bls. 61 bregður
þó fyrir heimspekilegri íhygli: „Hvernig getum við nú verið vissir
um, að niðurstöðurnar, sem við höfum dregið af forsendunum hér
að framan, séu réttar? Þessu er því til að svara: Niðurstaðan i fyrra
dæminu hlýtur að vera rétt, því að hún er fengin einungis með því
að setja jafngilt hugtak í stað annars. Við höfum gefið, að A = B
og B = C. Nú getum við sett C í stað B í fyrra dæminu, og með
því fáum við A = C.“ — Einmitt þessi rökfærsla hvílir beinlínis
á samsemdarlögmálinu, en um það hefur ennþá hvergi verið getið
í bókinni. Sá, sem ekki þekkir það og viðurkennir sem „axióm“,
getur með fullum rétti efast um dóminn: A = B.
Liku gegnir með hin tvö (eða þrjú) meginlögmál hugsunarinnar,
og skal aðeins drepið á það um mótsagnarlögmálið. Hvers vegna er
kúlulaga teningur ekki hugsanlegur? Hvers vegna getur hugtak
ekki falið í sér gagnkvæða eiginleika? Sá, sem les rökfræði eða
íhugar á annan hátt kennisetningar hennar, en þekkir ekki mót-