Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 240
234
Ritfregnir
Skírnir
sagnarlögmálið, getur efast um, að hugsuninni séu ósamrýmaniegir
dómarnir A = A og A = non — A. Hann gæti jafnvel hugsað sem
svo: Þó að þeir séu minni hugsun og jafnvel aliri vísindalegri hugs-
un fram á þennan dag ósamrýmanlegir, gætu þeir e. t. v. sameinazt
i skarpari og fullkomnari hugsun (t. d. i Kants intellectus arche-
typos). Þannig mætti hugsa. En mótsagnarlögmálið tekur af allan
slíkan vafa. Skilningur á því er upphaf allrar rökréttrar hugsunar.
Það ætti því að standa í upphafi allrar rökfræði. Þá fyrst getur
hugsunarfræðin orðið ljós og skýr. Ef höfuðlögmálin stæðu í upp-
hafi, mætti við og við sýna tengsl einstakra dóma og ályktana við
þau. Bókstaflega nákvæmni skortir sjaldan í skýringum höfundar,
en þær hefðu öðlazt meira lif, dýpt og sannfæringarafl, ef oftar
hefði verið hugað að meginlögmálum hugsunarinnar.
f báðum útg. að Rökfræði sinni skýrir Ágúst H. Bjarnason frá
meginlögmálum hugsunarinnar í upphafi hugsunarfræðinnar. Raun-
ar er kaflinn mjög stuttur, en ég tel þó verr farið, að próf. Símon
skyldi ekki fylgja fordæmi fyrirrennara síns í þessu efni. Símon
hefur um þetta atriði fylgt dönskum fræðimanni, Fritiof Brandt:
Formel Logik, Kbh. 1944. Eg get ekki neitað þvi, að það olli mér
nokkrum vonbrigðum við lestur bókarinnar, að höf. hefur tekið einn
veigamesta kafla hennar að láni, þýtt hann upp úr annarri áþekkri
bók. Fjórði kafli hugsunarfræðinnar í bók Símonar er að mestu
þýðing á sama kafla (lokakaflanum) í bók Brandts. Dyggur lesandi
hefði eiginlega verðskuldað það, eftir að hafa pælt gegnum smá-
munalega upptalningu allra rölífærsluhátta, að heyra eitthvað frá
höf. sjálfum um meginlögmál hugsunarinnar. En höf. hefur sparað
sér öll heilabrot og heimspekilega þanka við að skrifa þennan kafla.
í siðari hluta bókarinnar, Þekkingarfræði, hefur hann á sama fcátt
tekið lán hjá öðrum dönskum fræðimanni, Jðrgen Jörgensen: Ind-
ledning til Logikken og Metodelæren, Kbh. 1942, bls. 70 o. áfr. (Rök-
fræði bls. 91 o. áfr.). Finnst mér það nokkur fegurðargalli á bók
próf. Símonar, að hann skuli ekki geta þessarar lántöku, að minnsta
kosti með því að auðkenna þýddu kaflana gæsalöppum. Úr þeim
köflum, sem ég hef borið saman, hefur þýðandinn eftir geðþótta
sínum sleppt setningum, málsgreinum, hálfri blaðsíðu og stundum
beinlínis klippt hugsanaþráð höfundarins sundur (sbr. t. d. Rök-
fræði bls. 100-101, Indledning til Logikken o. s. frv. bls. 72). Ég
kann slíkri aðferð illa. Það er fræðimanna siður að vitna í aðra höf-
unda annaðhvort máli sínu til stuðnings eða vegna óviðjafnanlegrar
orðsnilldar, en þá þykir flestum rétt að raska sem minnst hugsun
og formi höfundar og geta hans hverju sinni. Slíkar tilvitnanir
mættu verða stúdentum hvöt til þess að lesa þær bækur, sem þannig
er vitnað til, og ætti það að vera hverjum kennara áhugamál.
Enginn mun verða þess var við lestur bókarinnar, að rökfræðin
eigi sín vandamál og sína þróun eins og aðrar vísindagi-einir. Á ein-