Skírnir - 01.01.1948, Side 241
Skírnir
Ritfregnir
235
um stað (í kaflanum úr bók Brandts) er þó drepið á verulegt spor
fram á við, „lögmál hinnar fullnægjandi ástæðu". Því miður hefur
Brandt ekki skilið þetta lögmál, og próf. Simon gerir því engin
frekari skil. Þessi snjalla uppgötvun Leibniz (d. 1716) er þó fyrsta
skrefið til þeirrar þróunar rökfræðinnar, sem nútíminn mun telja
merkasta, hinnar stærðfræðilegu rökfræði, en einn aðalforvígis-
maður hennar er nú Englendingurinn Bertrand Russell. Þó að
hverjum höfundi verði vitanlega að vera það frjálst, hvaða efni
hann velur og hverju hann hafnar, hefði það óneitanlega átt vel
við í nýrri bók um rökfræði, að samhliða kaflanum um hina klass-
isku rökfræði hefði staðið kafli um „logiska algebru“ og um hina
nýju „logistik". Einmitt þessar greinir rökfræðinnar skýra bezt lög-
mál þeirra vísinda, sem nú eru efst á baugi í heiminum og mestum
straumhvörfum munu valda.
Síðari hluti bókarinnar fjallar um víðtækt og vandasamt efni,
enda mætti deila þar um ýmis atriði. Það er í sannleika sagt varla
á nokkurs manns færi að rita metodologiu eða þekkingarfræði nú-
tímavísinda. Svo fjölþætt eru þau orðin og innbyrðis sundurleit.
Hér nýtur sín vel hið ljósa mál og hin skýra frásögn próf. Símonar.
I stuttu máli bregður hann upp tiltölulega skýrri mynd af ýmsum
rannsóknaraðferðum. Gefur höfundur hér einkum gaum stærðfræði
og náttúruvísindum, enda er metodología þeirra einföldust og sízt um
hana deilt. Aftur á móti er lítið skeytt um sögu, hagfræði, fagurfræði,
siðfræði og aðrar slíkar greinir. Ef höf. hefði haft þessar og aðrar
þeim skyldar fræðigreinir í huga, hefði hann e. t. v. markað þekk-
ingarfræði sinni víðara svið. Og ég efa, að hann hefði þá lofsungið
svo mjög eininguna innan visindanna (sbr. bls. 131—135). Er sú
lofgerð mjög á kostnað guðstrúar og þeirrar sundrungar, sem hún
hefur valdið. Höf. er þó varla ókunnugt um, að engu síður hafa
deilur og kreddur átt sér stað innan vísindanna og milli ólíkra stefna
þeirra, þótt ekki hafi leitt til styrjalda. Það er hugsjón vísindanna
— ennþá ekki raunhæfð — að leiða alla í ljós óvefengjanlegs sann-
leika, en ætli það sé ekki einnig hugsjón trúarbragðanna, þegar
dýpra er skyggnzt? Við verðum í veruleikanum oft svo raunalega
fjarri hugsjónum okkar.
Þó að frásögn höfundar sé víðast skýr og ljós, bregður samt
stundum frá því. Ég drep aðeins á eitt þeirra atriða, sem ég hnaut
um. Það er í kaflanum „Vísindalegur hugsunarháttur“. Vísinda-
maðurinn „er nauðhyggjumaður, hann trúir því, að hver atburður
eigi sér orsök og sé ákvarðaður af henni“ (bls. 135). Hvað merkja
hér „atburður" og ,,orsök“? Takmarkast hugtökin við lögmáls-
bundna verðandi efnisheimsins, eða ná þau einnig yfir hið sálræna
og andræna svið ? Þetta skiptir öllu máli fyrir kenninguna um nauð-
hyggju (determinismus). Hún verður ekki nægilega ljós hjá höf-
undi, vegna þess að hann leyfir henni ekki að skýrast við andstæðu