Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 242
236
Ritfregnir
Skírnir
sína, kenninguna um frelsið. Það mun vera algeng málvenja í heim-
spekilegum bókmenntum að kenna þá vísindamenn við nauðhyggju,
sem álíta, að öll verðandi hlíti orsakalögmálinu. Af ýmsu því, sem
höf. umræddrar bókar hefur ritað, þykist ég þess fullviss, að hann
sjálfur er ekki nauðhyggjumaður. Hér væri þvi skýrara orðalag
æskilegt, einkum vegna þess að bókin er ætluð ungum stúdentum
til náms. Margir þeirra munu af þessum kafla fá fyrstu vísindalega
vitneskju sína um nauðhyggju. Hefði því legið nærri að geta fræg-
ustu tilraunar heimspekings til þess að leysa andstæðuna: orsaka-
lögmál — frelsi, hinnar 3. „antinomíu" í heimspeki Kants. Stutt
greinargerð um tilraun Kants myndi hafa gert málið allt miklu
ljósara. Hin stranga og hnitmiðaða rökfærsla hans hefði ekki sómt
sér illa í kafla, sem skýra átti frá vísindalegum hugsunarhætti.
Ytri frágangur bókarinnar er allur af þeirri vandvirkni, sem ein-
kennir bækur höfundar. Nokkrar prentvillur hafa þó slæðzt inn í
bókina, enda verður flestum erfitt við því að sporna. Höf. mun
hafa gert eða hafa í undirbúningi leiðréttingar á þeim, og hirði ég
því ekki um að greina þær hér.
Símon Jóhannes er fjölhæfur rithöfundur og skrifar um margvís-
leg efni. Öll bera skrif hans vott sjaldgæfs lærdóms. Þó að ég hafi
með þessum línum bent á ýmis atriði, sem að mínum dómi hefðu
mátt fara betur, má ekki gleyma þeim miklu erfiðleikum, sem þeim
mæta, er um heimspeki ritar á islenzka tungu. Fram úr erfiðleikum
málsins finnst mér höf. komast aðdáanlega. í daglegu kennslustarfi
mun hann sjálfur kynnast bezt kostum og brestum Rökfræði sinn-
ar. Það kæmi mér ekki á óvart, þó að 2. útg. fjallaði um ýmis svið
hugsunarinnar, sem ég sakna hér, en hefði fellt niður nokkur
óveruleg atriði, sem ég tel þarfleysu að geta í byrjendabók.
Matthías Jónasson.
Chr. Westergárd-Nielsen: Laaneordene i det 16. Aarhundredes
trykte islandske Litteratur. Ejnar Munksgaard. Kaupm.höfn 1946.
Þetta er VI. bindið í Bibliotheca Arnamagnæana og fjallar um
tökuorð í íslenzkum bókum, prentuðum á 16. öld. Höfundurinn
hefur lagt stund á íslenzk fræði og er íslendingum að góðu kunnur.
Segja má, að tökuorð í íslenzku hafi verið lítt rannsökuð til þessa.
Að vísu er til rit yfir tökuorð í fornmálinu (Fr. Fischer: Die Lehn-
wörter im Altnordischen, Berlín 1909), en sú bók er nú úrelt í
mörgu, og þótt síðan hafi birzt viðbætur við hana og leiðréttingar
(t. d. O. Höfler: Altnordische Lehnwortstudien I—III, Arkiv XLVII),
hafa því verkefni enn ekki verið gerð full skil.
Bók Westergárd-Nielsens tekur aðeins til 16. aldarinnar og því
nokkurt skarð ófyllt milli hennar og rits Fr. Fischers, og er von-
andi, að bætt verði úr því, áður en langt um líður. Auk þess nær
hún eingöngu til rita, er prentuð voru á þessu tímabili, mest guð-