Skírnir - 01.01.1948, Side 244
238
Ritfregnir
Skírnir
um toga, en forskeytið er fremur ávöxtur almennrar áráttu í þessu
efni en beinna erlendra fyrirmynda. Pleiri dæmi mætti nefna af
þessu tagi, en ekki er ástæða til þess hér. Hins skal ég þó geta, að
um ýmis þessara atriða felli ég mig betur við skoðanir Ture Jo-
hannissons en höfundar.
Mér þykir og vafasamt, að orð eins og óaflátanlega sé tökuorð.
Samsvarandi orðmyndir eru reyndar til í grannmálunum, og orðið
kemur ekki fyrir í elztu ritum (sjá þó Postulas.). Hins er þó að gæta,
að allur efniviður í slíka orðmynd var fyrir hendi í málinu (s. láta
af e-u) og nægar fyrirmyndir innlendar um gerðina. Ég kann líka
heldur illa við að flokka orð eins og klókleiki o. fl. undir tökuorð.
Hér er um íslenzka orðmyndun að ræða, sem ekki á sér beina er-
lenda samsvörun, þótt efniviður fyrri liðsins sé gamalt tökuorð. Ef
nauðsynlegt þykir að taka slíkar nýmyndanir upp í tökuorðabók,
ætti að nægja að geta þeirra undir viðkomandi lánsorði. Sú er hins
vegar leiðsögutilgáta höfundar m. a., að orð skuli teljast tökuorð,
ef samsetningarliður þess, viðskeyti eða forskeyti sé af erlendum
toga. Samkvæmt þessari kenningu ætti t. d. að telja til tökuorða öll
íslenzk orð, sem enda á -ari eða eru samsett með járn eða kirkja,
og er þá vant að sjá, hvar stinga skal við fótum.
Ég hef hér drepið lítillega á atriði í sambandi við efnisniðurröð-
un og leiðsögutilgátu höfundar og skal nú minnast nánar á ein-
stök orð.
Ólíklegt þykir mér, að kámleitur sé tökuorð eða dregið beint af
no. kám, svo sem höfundur virðist gefa í skyn. Orðið kemur fyrir í
fornu máli, í Bjarkamálum (sjá Lexicon Poeticum 1931 og Eddica
minora). Samkvæmt Lexicon Poeticum kemur lo. kámr (= dökk-
leitur) einnig fyrir í fornu skáldamáli. Auk þess koma fyrir i fornu
máli (f.no.) auknefnið kámr og kámsi (sjá Lind: Norsk-islándska
Personbinavn) og árheitið Káma, sbr. Kámunes (sjá Rygh: Norske
Gárdnavne II bls. 192). Mér virðist sem þetta bendi til þess, að orð-
stofninn geti verið norrænn að uppruna, a. m. k. að nokkru leyti. Merk-
ingar-afbrigði þessa orðstofns, bæði í norsku og færeysku og reynd-
ar fleiri norrænum málum, gætu og bent í þá átt. Loks má geta þess,
að lo. kámr á sér nákvæma samsvörun í nýn. kaam og fær. kámur,
og að öllu eðlilegra frá sjónarmiði orðmyndunar, að kámleitur sé
myndað af því en no. kám.
Höfundur getur þess til, að no. brúk — yfirlæti, grobb og s. að
brúka = gorta séu tökuorð úr mhþ. brogen. Höfundur tilfærir enga
slíka orðmynd úr lágþýzku. Mér þykir þessi tilgáta fremur ósenni-
leg. Fyrst er það, að ekki verður séð, að nein önnur norræn mál hafi
fengið þessa orðmynd að láni. Annað er það, að merkingarblærinn
í íslenzku orðunum virðist fremur benda í aðra átt. Samkvæmt orða-
bók S. Blöndals merkir brúk m. a. >) þenslu við gerð, 2) þarahrönn,
3) oflæti, gort. I orðabók Björns Halldórssonar er orðið þýtt á líkan