Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 245
Skírnir
Ritfregnir
239
hátt. Þar kemur einnig fyrir lo. brúklegur í eftirfarandi merkingu:
’) torosus, pingvis, tyk og fed, kjddrig, 2) superciliosus, som har et
hovmodigt Udvortes, og brúkmannlegur = „fastuosus, . . . opblæst
af Udseende og Lader“. Svo virðist sem upphaflega merkingin í
brúk (= oflæti, gort) gæti verið belgingur, þembingur eða þ. u. 1.
Mætti því vel hugsa sér, að hér væri aðeins um að ræða merkingar-
afbrigði sama orðs á þennan veg eða annan. Þess má og geta, að í
færeysku merkir brúk þarahrönn og gerjun i þarahrúgu, og s. brúkna
þýðir að rotna eða gerjast.
Flens (no.) og flensa (s.) eru að ætlun höfundar tökuorð úr þýzku,
og má það vel vera. Þess er hins vegar ekki getið, að s. flensa kem-
ur fyrir í fornum ritum (sbr. t. d. „flensa milli segla“, Morkinsk),
og verða þessi orð naumast skilin að, þótt merkingin sé ekki ná-
kvæmlega sama.
Þá ætlar höfundur, að vífilengjur sé tökuorð úr lþ. weveling, weve-
line — tjöruborinn strengur í skipsreiða . . . Mér þykir þetta frem-
ur ólíklegt, með því að Iþ. orðið hefur eingöngu þessa tæknilegu
merkingu, en hún er ekki til í íslenzka orðinu, að því er séð verður
(sbr. t. d. skýringartilraunina í orðabók Guðmundar Andréssonar).
Orðið getur naumast verið komið inn í málið úr ritum þýddum úr
þýzku, því að þar er það hvergi til í samsvarandi merkingu, en næg
orð til yfir þetta hugtak í íslenzku. Ef gert er hins vegar ráð fyrir,
að orðið sé komið úr lþ. talmáli, er það grunsamlegt nokkuð, að ís-
lenzka orðið skuli ekki geyma neinar minjar um tæknilega merkingu
lþ. orðsins, sem hefði þó fyllt autt rúm í málinu.
Ég skal nú ekki fjölyrða meir um þessi atriði, en einungis geta
þess, að mér þykja hæpnar skýringar höfundar á fleiri orðum, svo
sem buskur, einiber, par, teikn, titra, vellingur o. fl. Þá hefði mér
þótt rétt að geta um orðið skjald og skjaldur (sbr. „með skjaldri og
skyni“) í sambandi við orðið skjal. Æskilegt hefði einnig verið að
fá nánari skýringu á merkingarmun íslenzku orðanna krulla og
maka (og nýn. maka) annars vegar og erlendu orðanna, sem höf-
undur telur þau runnin frá, hins vegar.
Höfundur hefur gert sér nokkurt far um að líta á verkefni sitt
frá sjónarhóli nýmálsins, og er það vel. Þó ætla ég, að honum hefði
mátt vera það enn ríkara í huga, og sama máli gegnir um nútíma-
mállýzkur norrænar, einkum norskar. Tökuorða-viðfangsefnið er oft
flókið og fjölþætt, erlent góss og innlend erfð vefjast þar tíðum
saman, svo að trauðla verður í sundur greint, en þar geta nýmálið
og mállýzkurnar stundum orðið að liði. Ég skal nefna það til dæmis,
að mér þykir ekki ólíklegt, að tökuorðið kargur hafi runnið saman
við einhverjar innlendar orðmyndir svipaðrar merkingar, sbr. þúfna-
kargi og nýn. kergja, kergjen o. s. frv. Fleira mætti tína til af þessu
tagi, en hér skal staðar numið.
Ég hef hér að framan minnzt á nokkur atriði, er mér þykja orka