Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 246
240
Ritfregnir
Skímir
tvímælis. En bæði er það, að margt hlýtur jafnan að verða efa orp-
ið í þessum fræðum, auk þess sem skýringar höfundar á viðkom-
andi orðum eru oft settar fram fremur sem tilgátur en fullyrð-
ingar. Það getur og verið gagnlegt á þessu stigi málsins, að fleiri
orð komi hér til umræðu en sannanleg tökuorð. Þessar athuga-
semdir mínar draga því að engu leyti úr gildi þessa ágæta rits. Það
er höfundinum til sóma, en íslendingum og öðrum þeim, er þessi
fræði stunda, til gagns og fagnaðar.
Ásgeir Bl. Magnússon.
Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf til Grims Thomsens og
varðandi hann 1838-1858. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar.
Hlaðbúð. Reykjavík 1947.
Rit þetta er að nokkru leyti framhald bókarinnar „Húsfreyjan
á Bessastöðum" og litlu minna en hún; fjallar það um Grím Thom-
sen, og er efni valið á þann hátt, að þetta eru bréf, aðallega til
Gríms eða þá önnur, sem varða hann, frá árunum 1838-1858.
Mikið af bréfunum er skrifað af foreldrum hans, og lýsa þau vel
áhyggjum þeim sem þau höfðu vegna hans framan af. I stað þess
að skeiða áfram braut embættisnámsins hvarflaði hann yfir í fagur-
fræði og eyddi og sóaði fé því, sem faðir hans lét í té; var þar ekki
við neglur skorið, en með tímanum fór föður hans, Þorgrimi gull-
smið, að þykja fullerfitt að greiða skuldir hans, og móður hans
leizt ekki heldur á blikuna. En svo tók hann meistarapróf með rit-
gerð um Byron lávarð 1845, og þar með var þá námi hans lokið.
En ekki var hann kominn í embætti ennþá, og gullsmiður varð enn
að greiða drjúgar skuldir, sem sonur hans stofnaði til. En hann
hefur getið sér töluvert mikinn orðstír, og hann fær ferðastyrk
1846 til að ferðast til heimsins höfuðstaðar, Parísar, og annara
staða, Ítalíu eða Englands, en raunar fór hann aldrei lengra suður
en til Frakklands. Upp úr þessu komst hann í utanríkisþjónustu
Dana, og eru um það nægar bréfagerðir, ef út í það væri farið.
Hvert bréf hefur sín inngangsorð, sem segja, hvaða veður er í
lofti þá og þá, og athugasemdir skýra það, sem helzt er torskilið.
Þessu er ágætlega fyrir komið, og er lestur bréfanna líkastur skáld-
sögu. En að vísu er hér flest séð frá sjónarmiði foreldra hans, og
má ekki af þeirra bréfum vita til víss, í hvað Grímur er að sóa fé
föður síns né að hverju hann stefnir, ef það er þá nokkuð. En hér
hefur Grími komið að miklu haldi hjástaða dánumannsins Finns
Magnússonar; gullsmiðurinn gat ekki annað en tekið tillit til etats-
ráðsins, þó að hann hafi sjálfsagt oft hrist höfuðið yfir öllu saman.
í allt annari tóntegund eru bréfaskipti þeirra frændanna Gríms
Thomsens (fáein bréf hans eru hér prentuð) og Gríms amtmanns
Jónssonar; það eru tveir veraldarmenn, sem þar talast við, en raun-