Skírnir - 01.01.1948, Síða 247
Skírnir
Ritfregnir
241
ar er á ýmsa strengi slegið. En brátt er Grímur amtmaður úr sög-
unni, og þá verða einna drýgst bréfin frá Brynjólfi Péturssyni,
sem verður að svara óteljandi fyrirspumum meistarans suður i lönd-
um — og fær líka, eins og fleiri, að heyra um það, hve fljótt tóma-
hljóð kemur í pyngju hans.
Um allt annan þátt í ævi Gríms eru svo þau tvö bréf, sem hér eru
prentuð, frá Magdalenu Thoresen. Þau hafa orðið eftir, þegar henni
voru að Grimi látnum send bréfin, sem hún hafði forðum daga
skrifað honum. Þau eru dýrmæt, en veita allt of litla fræðslu um
afstöðu þeirra tveg'gja, og virðist helzt sem mjög sé nú erfitt að
grafa upp nokkuð meira, sem gagn er í, um þennan merkilega þátt
í ævi þeirra beggja.
Ýmsir aðrir þættir eru líka síður en svo eins ljósir og skyldi. Ég
nefni sem dæmi nánari atvik að brottför Gríms úr utanríkisráðu-
neytinu. Hinar almennu ástæður eru kunnar, en frá atvikunum
sjálfum er ég sannfærður um, að meira er að segja en mér hefur
tekizt að fá að vita, þrátt fyrir töluverðar eftirgrennslanir. En út
í það skal ég ekki fara nánar í þetta sinn.
En svo eru aðrir þættir í ævi Gríms, sem aðgengilegar heimildir
eru um, og er þar frá mörgu að segja. Ég prentaði til gamans hér
framar í Skírni bréf frá Grími Thomsen til nafna hans og frænda,
þar sem hann lýsir ferðinni til Parísar og fyrstu dvöl þar. Enn ítar-
legar skrifar Grímur um þetta Edvard Collin. Þau bréf og mörg
önnur veita meiri vitneskju um það, hvað sonur gullsmiðsins var
eiginlega að gera úti i löndum, og hvaða áhrif það hafði á hann.
Ég vildi ljúka þessari ritfregn með því að hvetja til þess, að útgef-
andi og kostnaðarmaður þessarar bókar vildu halda áfram og láta
enn prenta bréf frá Grími og til hans; þar er af miklu að taka og
margt af því harla forvitnilegt.
E. Ó. S.
Jakob Thorarensen: Svalt og bjart. I—II. Helgafell. Reykjavik
1946.
Um það leyti, er Jakob Thorarensen varð sextugur, efndi Helga-
fell til útgáfu þessa ritsafns hans. Voru þá liðin 32 ár frá því að
fyrsta bók hans, Snæljós, kom út. Siðan hafði hann gefið út níu
bækur, sex Ijóðabækur, Spretti (1919), Kyljur (1922), Stillur
(1927), Heiðvinda (1933), Haustsnjóa (1942) og Hraðkveðlinga
og hugdettur (1943), og þrjú sögusöfn, Fleygar stundir (1929),
Sæld og syndir (1937) og Svalt og bjart (1939). Eru allar þessar
bækur prentaðar að nýju í þessu safni, og einni sögu bætt við, sem
eigi var í fyrri söfnunum, sögunni Viðsjár talnanna í II. bindi, bls.
117-145. Örfá kvæði úr fyrri kvæðabókunum hafa verið felld úr,
en önnur sett i þeirra stað, en að öðru leyti er útgáfa þessi í sam-
ræmi við hinar í/sri. Ritsafnið er tvö stór bindi, 454 -f 450 bls., og
16