Skírnir - 01.01.1948, Page 248
242
Ritfregnir
Skírnir
mjög snoturlega gefin út og bókin þegar af þeirri ástæðu hin eigu-
legasta.
Ég veit ekki til þess, að neinn hafi enn ritað eins rækilega og
vert væri um skáldverk Jakobs Thorarensens, bæði í bundnu máli
og óbundnu. En efalaust verður það gert fyrr eða síðar. Hann er
svo sérkennilegur og merkilegur höfundur, að hann hefur fyrir
löngu tryggt sér sinn sess í bókmenntasögu íslendinga. Ritdómur
um þetta ritsafn hans ætti ef vel væri að vera þess konar heildar-
mat á bókmenntagildi verka hans. En þessi fáu orð, sem ég skrifa
hér, verða enginn dómur um verk hans. Tilgangur minn er aðeins
sá, að minna lesendur á þessa nýju útgáfu verka hans, vegna þess
að ég hef haft mætur á þeim, og þó einkum ljóðum hans, síðan ég
kynntist þeim fyrst. Ég hef myndað mér þá skoðun, að fyrir oss,
sem erum leikmenn í bókmenntafræðum, sé það nokkuð góður
mælikvarði á gildi bóka, hvort oss verður oftar eða sjaldnar gripið
til þeirra til að lesa í þeim lengur eða skemur, að minnsta kosti
segir þetta til um gildi þeirra fyrir oss sjálfa. Nú hefur það verið
svo, að mér hefur æðioft orðið gripið til ljóðabóka Jakobs og
skemmt mér stund og stund við það að lesa í þeim, og býst ég við,
að svo verði einnig eftirleiðis, og sömu sögu munu íleiri hafa að
segja, og má oss vera það gleðiefni að hafa nú aðgang að ljóðum
hans öllum á einum stað í fallegri útgáfu.
Ó. L.