Skírnir - 01.01.1948, Page 250
Um fæðingardag
Guttorms J. Guttormssonar skálds
Prentuðum heimildum ber eigi saman um fæðingardag Guttorms
J. Guttormssonar skálds; í sumum þeirra er hann talinn vera fæddur
15. desember 1878, en í öðrum 5. des. þ. á. Nýlega frétti ég, að
kirkjubók séra Jóns Bjarnasonar frá prestsþjónustuárum hans í
Nýja-íslandi, einmitt þeim tíma, er Guttormur fæddist, væri í vörzl-
um frænda dr. Jóns, séra Runólfs Marteinssonar í Winnipeg, Mani-
toba. Skrifaði ég honum því og bað hann að grennslast eftir þessu
fyrir mig. Varð dr. Runólfur vel og greiðlega við þeirri beiðni
minni, leitaði í umræddri kirkjubók frænda síns, og fann þar þær
upplýsingar, að Guttormur væri fæddur 21. nóvember 1878, og
skírður i heimahúsum 1. des. þ. á. Vafalaust má treysta því, að
þar sé rétt með farið um fæðingardag skáldsins. Er því hér með
leiðrétt dagsetning sú um það (5. des.), sem fylgt var í grein
minni um Guttorm í Skírni 1946.
Um æviatriði skáldsins var þar að öðru leyti farið eftir prent-
uðum heimildum, sem ætla mátti, að traustar væru í þeim efnum.
En nýverið hefur mér af gagnkunnugum manni verið á það bent,
að þar væri eigi farið rétt með fæðingarstað skáldsins og dánar-
dægur foreldra hans. Hann var eigi fæddur í Indíánakofa þeim,
sem var fyrsta heimili foreldra hans, heldur í nýbyggðu húsi þeirra
að Víðivöllum við Islendingafljót. Móður sína missti skáldið, er
hann var 7 ára að aldri (1885), en föður sinn tíu árum síðar.
Richard Beck.