Skírnir - 01.01.1948, Side 252
lí
Skýrsiur og reikningar
Skímir
Magnús Torfason, fv. bæjarfógeti, Reykjavík.
Pétur Magnússon, bankastjóri í Reykjavík.
Scheving, S. P., Point Roberts, Washington.
Steindór Gunnarsson, prentsmiðjueigandi í Reykjavík..
2. Gjaldkeri las upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins.
Voru þeir síðan bornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktir.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og réikning Afmælissjóðs. Allir höfðu reikningarnir verið
endurskoðaðir af endurskoðunarmönnum félagsins.
3. Kjörfundur hafði verið haldinn 14. maí s. á., 1948, og þá
talin framkomin atkvæði, alls 222. Forseti var kosinn, til næstu
2 ára, Matthías Þórðarson, með 193 atkvæðum, og varaforseti Sig-
urður Nordal, með 176 atkvæðum. Fulltrúar, til næstu 6 ára, voru
kosnir þeir Árni Friðriksson, með 162 atkvæðum, og Þorsteinn Þor-
steinsson, með 187 atkvæðum.
4. Þá voru, á aðalfundinum, endurkjömir endurskoðendur fé-
lagsins, þeir Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari og Brynjólfur
Stefánsson framkvæmdastjóri.
5. Forseti skýrði frá störfum félagsins síðast-liðið ár. Út hafði
verið gefinn Skírnir, 121. árgangur, og Ferðabók Tómasar Sæ-
mundssonai'. Enn fremur hafði verið gefið út 1. hefti af XV. bindi
Fornbréfasafnsins. Registur við XIV. bindi kvað hann myndi gefið
út svo fljótt sem kostur yrði á. — Á þessu yfirstandandi ári yrði
gefinn út 122. árg. Skírnis og ný útgáfa af Prestatali Sveins Níels-
sonar, mjög aukin af Hannesi Þorsteinssyni og síðan af Birni docent
Magnússyni, er sæji um þessa nýju útgáfu. Enn fremur yrði gefið
út 6., síðasta, hefti af IV. bindi af Annálunum, ef unnt yrði, og af
Fornbréfasaíninu yrði gefið út 2. hefti XV. bindis, og næsta ár
3. hefti; yrði þá lokið prentun texta þess bindis. — Næsta ár, 1949,
myndi einnig hafin útgáfa ævisagnaþátta drs. Páls Eggerts Óla-
sonar. Gæti hún orðið hafin á þessu ári, yi'ði Prestatalið látið bíða.
6. Þá gerði Jón Norðmann Jónasson nokkrar fyrirspumir um
útgáfustarfsemi félagsins, og veitti forseti þeim andsvör.
7. Að því búnu bar forseti upp þá einróma tillögu félagsstjóm-
arinnar allrar, að þessir þrír erlendir vísindamenn yrðu kjörnir
heiðursfélagar í Bókmenntafélaginu: Prófessorarnir A. Jolivet í
París, G. Turville-Petre i Oxfoi'd og Lee M. Hollander í Texas.
Voru þeir kjörnir heiðursfélagar í einu hljóði.
8. Síðan var fundargjörð lesin upp og samþykkt, og að því
loknu var þessum fundi slitið.
Halldór Stefánsson.
Alexander Jóhannesaon.