Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 1
2. tölublað 2014 l Fimmtudagur 23. janúar l Blað nr. 411 l 20. árg. l Upplag 31.000
Fyrirtæki í matvælageiranum
virðast vera að taka við sér þegar
kemur að upprunamerkingum
framleiðsluvara sinna. Eftir fréttir
síðustu vikna og mánaða um sölu á
erlendum landbúnaðarafurðum til
neytenda, án þess að þeim væri gerð
grein fyrir því að um innflutta vöru
væri að ræða, reis hörð gagnrýni
á framgöngu fyrirtækjanna.
Formaður Bændasamtaka Íslands
gagnrýndi fyrirtækin fyrir
blekkingar gagnvart neytendum,
bæði í forsíðufrétt og leiðara síðasta
Bændablaðs. Neytendasamtökin
hafa tekið í sama streng og krafist
þess að nú þegar verði innleiddar
upprunamerkingar á matvörur.
Meðal þeirra frétta sem um ræðir
eru innflutningur Mjólkursamsölunnar
á írsku smjöri í lok síðasta árs og
um átta tonnum af osti árið 2009.
Í fyrra tilvikinu var upplýst um
innflutninginn en ekki greint frá því
í hvaða vörur írska smjörið var notað.
Í síðara tilvikinu var á engan hátt
greint frá notkun hins innflutta osts.
Þá birtust fréttir af því að innfluttur
kjúklingur hefði verið þíddur upp
og seldur sem íslenskur. Því neituðu
kjúklingaframleiðendur reyndar en
heimildir herma þó að holur tónn
hafi verið í þeim málflutningi. Enn
fremur var því haldið fram, og það
ekki hrakið, að innfluttu beikoni hefði
verið pakkað í neytendaumbúðir án
þess að upprunalands væri getið.
Sérstök umræða fór fram um málið
á Alþingi á dögunum. Málshefjandi,
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði
óásættanlegt að hingað til lands væru
fluttar erlendar landbúnaðarafurðir
og þær markaðssettar sem íslenskar.
Það væri íslenskum landbúnaði til
mikils tjóns. Undir þetta tóku aðrir
þingmenn heils hugar.
Þykkvabæjarkartöflur
upprunamerktar
Mjólkursamsalan sendi frá sér
tilkynningu á dögunum þar sem
beðist var velvirðingar og jafnframt
tekið fram að fyrirtækið styddi kröfur
formanns Bændasamtakanna um
upprunamerkingar. Á dögunum sendi
svo Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar
frá sér tilkynningu um að ákveðið
hefði verið að breyta merkingum á
umbúðum fyrirtækisins og tilgreina
eftirleiðis upprunaland kartafla sem
seldar eru undir merkjum þess. Með
því væri fyrirtækið að svara kalli
neytenda um upprunamerkingar.
Undirbúningur að merkingunum er
þegar hafinn og mun þeirra sjá stað
á framleiðsluvörum fyrirtækisins
innan skamms.
Síld og fiskur hefur
upprunamerkingar
Fyrirtækið Síld og fiskur er eitt
þeirra fyrirtækja sem legið hafa undir
ámæli fyrir að upprunamerkja ekki
vörur sínar, en meðal vörumerkja
fyrirtækisins er Ali-beikon. Sveinn
V. Jónsson, framleiðslustjóri
fyrirtækisins, sem jafnframt er
forstjóri Matfugls, segir fyrirtækið
þegar hafa byrjað að upprunamerkja
beikon og stefnt sé að því að svo verði
einnig með aðrar vörur fyrirtækisins.
„Í síðustu viku byrjuðum við að
upprunamerkja allt beikon sem Síld
og fiskur framleiðir, sem meðal
annars er selt undir vörumerkinu Ali.
Þessi umræða upp á síðkastið hefur
verið af ýmsu tagi og þess vegna er
rétt að árétta að í Ali-beikon hefur
einungis farið íslenskt beikon. Við
höfum sérframleitt fyrir aðra aðila
og verði erlent beikon notað í þær
vörur sem fara á neytendamarkað
verður það allt upprunamerkt. Það
stendur síðan til að upprunamerkja
alla vöruflokka hjá fyrirtækinu. Það
mun gerast eins fljótt og auðið er.“
Kjúklingur upprunamerktur
Sveinn segir jafnframt að Matfugl hafi
byrjað að upprunamerkja allan ferskan
kjúkling frá fyrirtækinu í nóvember
síðastliðnum. „Matfugl hefur
aldrei pakkað erlendum kjúklingi í
neytendapakkningar. Við notuðum
lítilræði af innfluttum kjúklingalærum
fyrir einhverju síðan en sá kjúklingur
fór ekki í neytendapakkningar heldur
á mötuneytamarkað, í stóreldhús
og annað slíkt. Matfugl hefur því
eingöngu pakkað íslenskum kjúklingi
í neytendapakkningar.“
Vörur Matfugls eru nú merktar
með upprunalandinu Íslandi á
umbúðum, hvort sem þær eru
seldar undir merkjunum Móar, Ali-
kjúklingur, Íslandsfugl, Matfugl eða
Ferskir kjúklingar. Hið sama gildir
um vörur sem eru sérframleiddar fyrir
verslanakeðjur. Enn á þó eftir að byrja
að upprunamerkja eldaðan kjúkling,
og eins frosinn kjúkling. „Við ætlum
okkur að upprunamerkja allar vörur
frá fyrirtækjunum eins fljótt og
hægt er en biðjum um skilning á að
það tekur smá tíma. Við áréttum að
fram til þess tíma að því hefur verið
lokið geta neytendur treyst því að
allar vörur frá Matfugli og Síld og
fiski sem ekki eru upprunamerktar
innihalda eingöngu íslensk hráefni.“
/fr
Matvælafyrirtæki bregðast við kröfum um
að hefja strax upprunamerkingar matvæla
– Ali-beikon upprunamerkt frá og með síðustu viku og aðrar vörur verða merktar sem fyrst
Benedikt Arnórsson og Guðrún Agnarsdóttir, sauðfjárbændur á Hofteigi á Jökuldal, hafa heldur betur fengið að finna fyrir óblíðum náttúruöflum síðastliðin tvö ár. Í fyrravetur kól um 80 prósent
af túnunum hjá þeim og í óveðurshreti 15. september í haust misstu þau á þriðja hundrað fjár. Hér er Benedikt ásamt aðstoðarmönnum að sækja eftirlegukindur á Þorláksmessu sem fundust
í fjallinu Þríhyrningi sem er langt inni í landi, um miðja vegu milli Hofteigs og Öskju. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Benedikt Arnórsson, Snæbjörn Valur Ólason, Guðný Halla Sóllilja, Ævar
Þorgeir Aðalsteinsson, Björn Hallur Gunnarsson og Páll Magnússon. – Sjá nánar viðtal við Benedikt á bls. 18 og 19. Mynd / Agnar Benediktsson
16
Stofnaði umboðssölu
með notuð dekk
Kom snemma
í ljós að ég
ætlaði að
verða bóndi
24 28
Næg verkefni árið um kring