Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 20144 Fréttir Alls bárust Bjargráðasjóði 114 umsóknir um bætur frá bændum vegna kals sem varð á Norður- og Austurlandi vorið 2013 auk 29 umsókna vegna langs gjafatíma síðastliðinn vetur. „Við áttum von á því að margar umsóknir myndu berast sjóðnum, það varð umtalsvert tjón víða vegna kals á ákveðnum landsvæðum,“ segir Sigurgeir Hreinsson formaður stjórnar Bjargráðasjóðs. Hann tók við formennsku í sjóðnum vorið 2013. Sigurgeir segir að ábúendur á um 150 bæjum hafi sótt um styrk vegna endurræktunar túna í kjölfar kals, en Bjargráðasjóður hafi ekki með þann þátt að gera heldur Bændasamtök Íslands. Hvert áfallið á fætur öðru Síðastliðin fjögur ár hefur hvert áfallið á fætur öðru riðið yfir með tilheyrandi fjárútlátum fyrir Bjargráðasjóð. Tvö eldgos með skömmu millibili léku bændur á Suðurlandi grátt í orðsins fyllstu merkingu. Miklir þurrkar urðu á norðan- og austanverðu landinu sumarið 2012 og uppskera því með lakara móti. Eftirminnilegt óveður skall á snemma hausts og olli gríðarlegu tjóni, bæði á mannvirkjum og bústofni á Norðurlandi. Síðastliðið vor var síðan mörgum þungt í skauti vegna kals í túnum eftir erfiðan og snjóþungan vetur. „Síðustu fjögur ár hafa verið mjög erfið, hvert áfallið sem rekja má til náttúrunnar tekið við af öðru,“ segir Sigurgeir. Það sé að hans mati umhugsunarefni fyrir bændur hvernig best fari á því að haga sínum tryggingamálum. Sá hluti búnaðargjaldsins sem rennur í Bjargráðasjóð sé það lítill að þegar bændur verði fyrir stórtjónum fái þeir ekki greitt út úr sjóðnum í samræmi við það. Bætur náist aðeins upp í óverulegan hluta tjónsins. „Bændur geta velt fyrir sér hvort vilji þeirra standi til að greiða hærra gjald inn í sjóðinn, en ég veit satt að segja ekki hvort almennur vilji sé fyrir því. Það eru fleiri kostir í stöðunni, bændur geta keypt betri tryggingar hjá tryggingafélögum og greiða þá iðgjald í samræmi við þær. Svo má líka hugsa sér að þeir hreinlega sætti sig við að fá ekki bætur fyrir allan þann skaða sem þeir kunna verða fyrir þegar áföll verða. Þetta eru spurningar sem menn verða að fara vandlega yfir, vega og meta kostina,“ segir Sigurgeir. Illþolanleg staða Hann segir alveg ljóst að sjóðurinn hafi ekki bolmagn til að bæta bændum tjón sem verði í kjölfar oft óblíðrar náttúru á Íslandi. Það sé ekki eðlilegt að pólitísk velvild ráði hversu vel tjón af völdum náttúruhamfara eru bætt. „Það er staða sem mér þykir illþolanleg. Það er afskaplega leiðinlegt að fara með betlistaf til ríkisins í hvert sinn sem áföll verða og til frambúðar finnst mér það alls ekki hægt að hafa þann háttinn á,“ segir Sigurgeir. „Það er ekki óeðlilegt að ríkið sé bakhjarl þegar náttúruhamfarir eru annars vegar en að mínu mati þarf að skýra línur. Það þarf að liggja ljóst fyrir hvert hlutverk ríkisins á að vera, hvers konar tjón á að bæta. Þegar lögum sjóðsins var breytt 2009 var hugsunin sennilega að minnka árlegt framlag, en hlaupa undir bagga þegar stór áföll dynja yfir,“ segir Sigurgeir en kveðst taka fram að stjórnvöld hafi reynst bændum vel á liðnum misserum. /MÞÞ Bjargráðasjóður: Alls voru 114 umsóknir um bætur vegna kals afgreiddar 2013 – greitt var út skömmu fyrir nýliðin áramót Á síðasta ári voru 1.236 hross flutt úr landi til nýrra eigenda víðs vegar um heiminn. Er það eilítill samdráttur frá árinu 2012 en þá var fjöldinn 1.333 hross. Síðustu fimm ár hafa alls 6.450 Íslandshestar verið fluttir úr landi. Farið var að skrásetja hrossa- útflutning með markvissum hætti árið 1988. Það ár voru 700 hross flutt út en flest hross fóru úr landi árið 1996, alls 2.841. Í gegnum tíðina hafa lang- samlega flest hross verið flutt til Þýskalands og Norðurlandanna. Þá hefur allmikill fjöldi verið fluttur til Sviss, Austurríkis, Hollands og Bandaríkjanna. Fram yfir síðustu aldamót var einnig talsverður útflutningur til Kanada en verulega dró úr eftir 2001 og síðustu fjögur ár hefur ekkert hross verið flutt þangað. Lítil breyting frá síðasta ári Á síðasta ári varð ekki veruleg breyting í þessu mynstri. Langflest hross voru flutt út til Þýskalands, alls 552 sem er fjölgun um 11 frá árinu áður. Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Berlín í byrjun ágúst á síðasta ári og má leiða líkum að því að sá viðburður hafa haft einhver áhrif á sölu hrossa til Þýskalands, þó að erfitt sé að meta það út frá fyrirliggjandi gögnum. Næstflest hross voru flutt út til Svíþjóðar á síðasta ári, alls 142 sem er örlítið færra en árið á undan. 106 hross voru flutt út til Danmerkur, 86 til Austurríkis og 73 hross voru flutt út til Noregs. Hross flutt til Filippseyja og Grænlands Af öðrum löndum sem íslensk hross voru flutt út til vekur mesta athygli að þrjú hross voru flutt út til Filippseyja á árinu. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem íslensk hross eru flutt þangað. Í ferðina löngu fóru stóðhestur, hryssa og veturgamalt trippi. Þá voru einnig þrjú hross flutt til Grænlands en þangað hafa af og til verið flutt íslensk hross þó í litlum mælis sé. Til Færeyja fóru á árinu 21 hross en þangað hafa jafnt og þétt verið flutt íslensk hross í gegnum árin. 14 hross voru flutt til Belgíu sem er sami fjöldi og árið áður. Ágústínus frá Melaleiti hæst dæmdur Af þeim hrossum sem flutt voru út voru 189 stóðhestar, 621 hryssa og 426 geldingar. Mörg afar góð 1. verðlauna hross fóru úr landi á síðasta ári. Hæst dæmdi hesturinn sem fluttur var út var Ágústínus frá Melaleiti, en hann fór til Danmerkur. Aðaleinkunn Ágústínusar er 8,61. Hæst dæmda hryssan sem flutt var út var Fura frá Hellu en Fura varð heimsmeistari sex vetra hryssa á heimsmeistaramótinu í Berlín, sýnd af Guðmundi Björgvinssyni. Aðaleinkunn hennar er 8,53. Af öðrum hrossum sem flutt voru út má nefna góðhestinn Tígul frá Gýgjarhóli undan Stíganda frá Sauðárkróki. Tígull hefur aðaleinkunnina 8,6 en vert er að nefna að Tígull er á 18 vetri. Tæplega 260 þúsund Íslandshestar Samkvæmt WorldFeng, ættbókar- forriti íslenska hestsins, eru 257.677 Íslandshestar skráðir í heiminum. Langstærstur hluti þeirra er á Íslandi, eða 105.361, sem gerir ríflega 56 prósent allra hrossa af íslensku kyni. Næstflestir eru þeir í Þýskalandi, 40.410, og eilítið færri í Danmörku, 37.246. Hluti þessara hrossa er fædd erlendis. /fr Litlar breytingar urðu á hrossaútflutningi á síðasta ári: Alls voru 1.236 hross flutt úr landi – flest fóru til Þýskalands og Norðurlandanna en þrjú fóru alla leið til Filippseyja Stjórn Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. hefur ákveðið að breyta merkingum á um búðum sínum og tilgreina eftirleiðis uppruna land kart afla sem seldar eru undir merkjum fyrirtækisins. Með þessu er Þykkvabæjar að svara kalli neytenda um að uppruni landbúnaðarafurða sé öllum ljós og auðveldara sé fyrir neytendur að taka upplýsta ákvörðun við matarinnkaup. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu er Kartöflu- verksmiðja Þykkvabæjar að mestu í eigu bænda. Markmiðið með stofnun hennar fyrir 33 árum var að vinna og markaðssetja íslenskar kartöflur. Kartöfluuppskeran er breytileg milli ára, einkum vegna veðurskilyrða. Miklar rigningar, þurrkar, næturfrost og fleiri ytri aðstæður hafa áhrif á uppskeruna. Þegar framboð á kartöflum er minna en eftirspurn hefur fyrirtækið svarað kalli neytenda með því að flytja tímabundið til landsins erlendar kartöflur, nánast eingöngu frá Danmörku og Hollandi. Undirbúningur að merkingunum er þegar hafinn og munu neytendur sjá þær á framleiðsluvörum fyrirtækisins innan skamms. Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar: Verður við áskorun um að merkja upprunaland kartaflna Matvælastofnun hefur gefið út landsáætlanir um varnir og viðbrögð (LÁVV) við ýmsum súnum, sem eru sjúkdómar sem geta borist milli dýra og manna. Fyrsta landsáætlunin, sem er um varnir og viðbrögð við salmonellu í alifuglum var gefin út skömmu fyrir áramót. Hún er birt á heimasíðu stofnunarinnar. Niðurstöður eftirlitsúttektar MAST í nóvember 2013 sýndu aðeins eitt tilfelli salmonellusýkinga í stofnrækt alifugla og varphænsna. Í landsáætluninni kemur fram að vakta skuli salmonellu í alifuglarækt á öllum stigum framleiðslunnar og í fóðri. Í áætluninni er að finna lýsingu á alifuglaræktinni hérlendis, skilgreiningu á hvaða stofnanir og aðilar koma að vöktuninni og því lýst hvernig mismunandi alifuglahópar eru vaktaðir með nákvæmum útlistunum á sýnatökunum sjálfum og greiningum. Síðast en ekki síst kemur fram hvernig skuli bregðast við ef salmonella finnst í sýni. Í áratugi hefur Salmonella í alifuglum verið vöktuð reglubundið hérlendis, samkvæmt sértækum reglugerðarákvæðum, en nú er í fyrsta sinn gefið út heildstætt yfirlit sem tekur til allrar reglna sem gilda um vöktun og viðbröð. Landsáætlunin spannar öll stig framleiðslunnar, þ.e. frá framleiðslu alifuglafóðurs, eldi fuglanna, slátrun, vinnslu og að kjúklingum og eggjum á markaði. Frá og með árinu 2008 var aukin vöktun á stofnfuglahópum (foreldrafuglar), samkvæmt. reglu- gerð nr. 1011/2011 sem innleiddi reglugerð (EB) nr. 2160/2003. Áður hafði Matvælastofnun gefið út áætlun um vöktun sem núverandi landsáætlun leysir af hólmi. Niðurstöður vöktunar á salmonellu í alifuglum er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Athygli hefur vakið að sú góða staða sem uppi er á Íslandi í alifuglarækt, þrátt fyrir að hérlendis sé notkun fúkkalyfja við kjötframleiðslu hverfandi í samanburði við Evrópu- lönd og Bandaríkin þar sem staðan er talin mjög alvarleg. - Sjá nánar í umfjöllun um sýklalyfjanotkun á bls. 22 og 23. Aukið eftirlit með salmonellum í alifuglarækt: Landsáætlanir um varnir og viðbrögð við „súnum” Sigurgeir Hreinsson Mynd / MÞÞ Mynd / fr Fura frá Hellu á heimsmeistara-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.