Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 20146 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Það er óþolandi þegar stjórnmála- menn taka ákvarðanir á Alþingi um mál sem þeir hafa jafnvel ekki kynnt sér, en geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilu atvinnu greinarnar. Dæmi um slík er hugsunar laus innleiðing á skrautlegri flóru reglugerða sem komið hafa á færibandi frá Brussel. Og dæmin um aðrar undar legar ákvarðanir eru fjölmörg. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda (SG), ritaði afar skilmerkilega grein á vefsíðu sambandsins fyrir skömmu undir fyrirsögninni „Skekkt samkeppni í grænmetisframleiðslu í boði stjórnvalda“. Hann rekur þar ítarlega fjölmarga þætti í baráttu grænmetisbænda fyrir því að fá að standa jafnfætis öðrum stórkaupendum á raforku. Þeir eru ekki að biðja um neina ölmusu, heldur eðlilega leiðréttingu til að standa jafnfætis í harðri samkeppni við innflutning. Bjarni bendir á að Verkfræðistofan Efla hafi gert fyrir úttekt SG kemur í ljós að frá því að ný lög um raforku frá 2003 tóku gildi árið 2005 hafi neysluverðsvísitala hækkað um 68% til ársins 2014. Rafmagnið (orkan) hafi hækkað á sama tíma um 42%, sem þýðir að um raunlækkun hennar er að ræða. Dreifingarkostnaðurinn hafi aftur á móti aukist í þéttbýli um 87% en í dreifbýli um heil 134%. Bjarni bendir einnig á mismunun sem veita á nýju 150.000 fermetra tómatagróðurhúsi útlendinga í Grindavík. Það muni ekki þurfa að borga neinn dreifingarkostnað sem sparar þeim 60% af rafmagns kostnaði sem íslenskar gróðrarstöðvar þurfa að borga. Hvernig geta íslenskir þingmenn látið þetta viðgangast? Í ofanálag voru reglurnar fyrir þessum gjaldaafslætti innleiddar til að þjóna sérhagsmunum einka- fyrirtækisins Carbon Recycling International í Svartsengi. Þetta fyrirtæki átti líka beina hagsmuni að því að reglur um íblöndun í eldsneyti voru innleiddar um nýliðin áramót. Hvaða furðulegu ítök hefur þetta fyrirtæki í íslenskri pólitík? Garðyrkjubændur hafa líka áhyggjur af væntanlegum fjár- festingar samningi EsBro-garðyrkju- versins og tilheyrandi ívilnunum sem íslenskum garðyrkju bændum standa ekki til boða. Fullyrt er að tómatarnir verði allir seldir úr landi, en hvaða trygging er fyrir því? Það þyrfti ekki nema brot að þessari ívilnuðu risaframleiðslu á innlendan markað til að gera út af við íslenska tómatarækt og að óbreyttu kippa fótunum undan viðkomandi byggðarlögum. /HKr. Mismunun LOKAORÐIN Sáttmáli um upprunamerkingar Eftir umfjöllun Kastljóss um upprunamerkingar á mat vælum hefur mikil umræða átt sér stað um málefnið. Hún var og er brýn og hvetur alla til að skoða hvernig upprunamerkingum er háttað. Við þurfum að vinna að því að ekki leiki neinn vafi á uppruna matvæla sem hér eru á markaði. Afstaða bænda til málsins er og hefur verið skýr. Við teljum að neytendur eigi rétt á að vita hvaðan maturinn þeirra kemur. Það er einföld krafa. Við hvetjum bæði stjórnvöld, neytendur, afurðastöðvar, inn- flytjendur og verslunina til að leggjast á eitt við að koma uppruna merkingum í viðunandi horf. Margir hafa tekið undir með bændum um mikilvægi málsins. Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytenda- samtökin hafa tekið höndum saman og munu á næstu dögum kynna samstarfsverkefni um upprunamerkingar, eins konar sáttmála um upprunamerkingar. Markmiðið er að vekja almenning og fyrirtæki til umhugsunar um gildi þess að upprunamerkja mat vörur. Takmarkið er að allar matvörur verði upprunamerktar með skýrum og ótvíræðum hætti, þannig að neytendur velkist ekki í vafa um það hvar þær eru framleiddar og hvaðan hráefnið er fengið. Þetta er verkefni sem þátt- takendur koma að af fúsum og frjálsum vilja til að vinna mark- miðum þess framgang. Það er ekki markmiðið að setja boð og bönn eða búa til flóknar reglur, heldur hvetja alla til að gera betur. Hver og einn tekur til í sínum ranni. Markmiðið er að matur verði merktur skilmerkilega eftir upp- runa. Þá er líka tilgangurinn að fræða og efla vitund almennings um gildi upprunamerkinga. Til þess að það geti gengið þurfa neyt- endur, matvælaframleiðendur, inn- flytjendur og þeir sem selja vörur og þjónustu að leggjast á eitt. Mikilvægt er að finna leiðir til að tryggja skilmerkilega upplýsingagjöf og efla fræðslu á öllum stigum framleiðslu og sölu um gildi upprunamerkinga og efla skoðanaskipti um hvernig þeim verði best fyrir komið. Nú er lag að leyfa notkun á þjóðfánanum Þá skal ítrekuð hvatning til Alþingis um að afgreiða nú efnislega frumvarp til laga um breytingar á fánalögum sem veitir heimild til að nota þjóðfánann til auðkenningar á íslenskum vörum. Bændur hafa barist fyrir slíkri heimild um árabil og nú er tækifæri til að ljúka málinu. Það er tæplega um skýrari upprunamerkingu að ræða en íslenska fánann, auk þess sem rannsóknir hafa sýnt að neytendur kjósa fremur myndrænar merkingar umfram texta ef þess er kostur. Málið liggur nú fyrir Alþingi í fjórða sinn, en það var fyrst lagt fram 2009. Með því er gert ráð fyrir að heimilað verði að nota hinn almenna þjóðfána í vörumerki eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru, enda sé vara eða starfsemi sú sem í hlut á íslensk að uppruna og fánanum ekki óvirðing gerð. Með vöru af íslenskum uppruna er meðal annars átt við búvöru, grænmeti, sjávarafurðir og ýmsar aðrar íslenskar vörur sem eru framleiddar hérlendis. Ástæða er til að árétta að mikilvægt er að skilgreiningar á því hvaða vörur geti fallið undir þetta séu skýrar og afdráttarlausar og enn fremur að skilmerkilega sé skilgreint hverjum beri að fylgja því eftir ef upp koma einhver vafamál, eða ef notkun fer fram í heimildarleysi. Merkingar hjálpa til við að taka upplýsta ákvörðun Þessu til viðbótar er rétt að vekja athygli á öðru máli sem liggur fyrir Alþingi sem telja má sama eðlis þótt þar sé ekki upp upprunamerkingu að ræða. Þar er um að ræða þingsályktunartillögu Brynhildar Pétursdóttur og fulltrúa allra annara þingflokka á Alþingi um „umferðarljósamerkingar“ á matvæli. Þar er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið að hefja vinnu við undirbúning að upptöku næringarmerkis á hérlendri matvöru. Merkið verði að breskri fyrirmynd í formi umferðarljósa sem sýni næringargildi matvæla framan á umbúðum. Í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram: „Skiljanlegar og aðgengilegar upplýsingar um næringargildi matvæla eru afar mikilvægar fyrir neytendur og auðvelda þeim að taka upplýsta ákvörðun. Þær merkingar sem er skylt að setja á umbúðir matvæla um næringar- gildi geta verið illskiljanlegar fyrir marga. Bæði eru upplýsingarnar af skornum skammti, ruglingslegar á tíðum og auk þess eru oft vill- andi fullyrðingar um hollustu mat- væla á umbúðum.[…] Bretar hafa innleitt næringargildismerkingar framan á umbúðir sem neytendur eiga auðvelt með að skilja og með- taka. Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra láti hefja vinnu við undirbúning að því að taka upp næringarmerki á matvæli að breskri fyrirmynd, svokölluð umferðarljós eða „traffic light label“ þar sem litir ljósanna gefa til kynna hversu holl eða óholl tiltekin vara er. Reynsla Breta af upptöku merkisins er jákvæð og sýnir að neytendum hugnast vel einfaldar merkingar á borð við umferðarljósin.“ Framangreind tillaga snýst, eins og upprunamerkingin, um að tryggja neytendum sem bestar og skýrastar upplýsingar. Hægt er að taka undir þau sjónarmið og hvetja Alþingi til að taka málið til alvarlegrar skoðunar. /SSS Áburðarverðlistar að taka á sig mynd Fóðurblandan birti á dögunum áburðarverðskrá fyrir árið 2014. Áburður frá fyrirtækinu lækkar um 8 til 12,9 prósent frá fyrra ári, misjafnt eftir tegundum. Ástæða lækkunarinnar er styrking íslensku krónunnar og almenn lækkun á hráefnisverði. Sláturfélag Suðurlands gaf sömuleiðis út nýja verðskrá fyrir Yara-áburð sem gildir út þennan mánuð. Áður hafði fyrirtækið gefið út verðskrá 29. nóvember síðastliðinn þar sem kynnt var 8 til 12 prósenta lækkun á staðgreiðsluverði frá síðasta sölutímabili. Verð hækkar hins vegar hjá fyrirtækinu með nýju verðskránni, um 1,8 prósent. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu stafar hækkunin af hækkandi heimsmarkaðsverði. Skeljungur, sem selur áburð undir vörumerkinu Sprettur, hefur lækkað áburðarverð um 12,3% milli ára. Búvís hefur ekki birt nýja verðskrá en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að beðið sé eftir niðurstöðu um ný verð. /fr Kjarnfóður lækkar í verði Fóðurblandan, Lífland og Bústólpi hafa öll lækkað verð á kjarnfóðri um tvö prósent. Lækkunin tók gildi hjá Líflandi í gær en hjá Bústólpa og Fóðurblöndunni í dag. Verðlækkunin gildir um allt fóður frá fyrirtækjunum. Ástæður lækkananna má rekja til styrkingar íslensku krónunnar en einnig til lækkunar á heimsmarkaðsverði á hráefnum. Einkum eru það bygg og maís sem lækkað hafa. /fr Þriðja árið í röð eykur Q-mjólkur- samlagið í Noregi vöxt sinn um yfir 100 milljónir norskra króna, en það sam- svarar 12 prósenta vexti. Þetta er mikið til íslenska skyrinu að þakka, sem fyrir- tækið tryggði sér uppskrifta leyfi á hjá Mjólkur samsölunni og er selt sem létt- jógúrt þar í landi. Þetta er aðal- umfjöllunarefni í nýjasta tölu blaði norska blaðsins Nationen. Þar þakkar Bent Myr dal, fram- kvæmda stjóri fyrir- tækisins, þennan öra vöxt því að fyrir tækið náði að skapa sér sérstöðu, meðal annars með því að hefja sölu á skyri sem sló í gegn í heilsubylgju sem nú ríður yfir Noreg. Skyrið var sett á markað árið 2009 og hefur nú tíu pró- senta hlut af jógúrt- markaðnum í Noregi. Sala þess jókst um heil 30 prósent frá árinu 2012 til 2013, eða um 34 milljónir norskra króna. Það samsvarar rúmlega 637 milljónum íslenskra króna. Mjólkursamlagið, sem stofnað var árið 2000, rekur tvö samlög með um 180 starfsmenn og notar árlega mjólk sem kemur frá um tólf þúsund mjólkurkúm. Skyrið slær í gegn í Noregi – mikill vöxtur hjá Q-mjólkursamlaginu rakinn til stóraukinnar skyrsölu Bent Myrdal, framkvæmdastjóri Q-meieriene, með hið vinsæla skyr í hendi sem framleitt er samkvæmt uppskrift frá MS.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.