Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. janúar 2014 Greinilegt er að bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum eru vaxandi áhyggjur af því að ofnotkun sýklalyfja í dýraeldi sé þegar farin að hafa alvarleg og skaðleg áhrif á heilsu manna. Talað er um mikla sýklalyfjanotkun sem eina helstu heilbrigðisógn heimsins. Í samanburðartölum virðist ástandið í þessum málum þó vera langbest á Íslandi og í Noregi. Mikil fjöldi dauðsfalla meðal fólks í Evrópu og í Bandaríkjunum er nú árlega rakin til þess að fólk sé orðið ónæmt fyrir sýklalyfjum. Er læknismeðhöndlun á fólki sem hefur þróað með sér ónæmi fyrir sýkla- lyfjum farin að valda heilbrigðis- kerfi viðkomandi landa gríðarlegum kostnaði. Mun betra ástand á Íslandi Hér á landi hefur staðan til þessa verið mun betri enda bendir Haraldur Briem sóttvarnalæknir á að slík lyf hafi lítt eða ekki verið notuð sem vaxtahvetjandi efni í landbúnaði. Sumarið 2012 kom út fyrsta sinn viðamikil skýrsla á vegum landlæknisembættisins um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi í mönnum og dýrum á Íslandi. Í þessu verkefni tók Lyfjastofnun einnig þátt, ásamt Matvælastofnun og Landspítalanum. Í skýrslunni segir meðal annars: Ein af stærstu heilbrigðisógnum heimsins „Mikil áhersla hefur verið lögð á það í alþjóðasamfélaginu undan- farin ár að sporna við auknu sýkla- lyfjaónæmi baktería. Alþjóða heil- brigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint sýklalyfjaónæmi sem eina af stærstu heilbrigðisógnum heims- ins. Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum veldur vandamálum við meðferð sýkinga og hefur þar af leiðandi slæmar afleiðingar fyrir heilsu manna og dýra og veldur auknum kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Sóttvarnastofnun Evrópusam- bandsins (European Centre for Disease Prevention and Control – ECDC) áætlar að í Evrópu einni komi upp um það bil 400 þúsund sýkingar á ári hverju af völdum ónæmra sýkla sem leiða til um 25 þúsund dauðsfalla. Með auknum ferðalögum og viðskiptum með matvæli og dýraafurðir heimshorna á milli opnast leiðir fyrir sýklalyfjaónæmar bakteríur til að dreifa sér. Sýklalyfjaónæmi er því alþjóðlegt vandamál. Sýklalyfjanotkun er áhrifamesti þátturinn í vali og dreifingu sýklalyfjaónæmis, þótt sambandið geti verið flókið.“ Súnusmitsjúkdómar geta borist frá dýrum í menn Þá segir einnig í skýrslu Landlæknis: „Súnur eru smitsjúkdómar sem eru mönnum og dýrum sameiginlegir og geta borist frá dýrum til manna og frá mönnum til dýra, annaðhvort með beinni snertingu eða óbeint í gegnum matvæli og fóður. Bestu dæmin um súnur eru Salmonella og Campylobacter. Þessar súnu- bakteríur geta þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum vegna meðhöndlunar sýkinga í dýrum. Ónæmar bakteríur geta svo borist úr dýrum í menn, t.d. með matvælum.“ Málið var líka til umræðu á fjölmennum hádegisfundi Bændasamtaka Íslands sem haldinn var 3. apríl 2013. Þar var rætt um þá áhættu sem felst í því að flytja inn hrátt kjöt til landsins. Þar sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans að innflutt matvæli yllu nú þegar hópsýkingum á Íslandi. Hann sagði líkurnar aukast við aukinn innflutning á fersku kjöti og tiltók sérstaklega ýmsar sýklalyfjaónæmar bakteríur sem væru alvarleg ógn við lýðheilsu í heiminum nú um stundir. Krafa um aukið frelsi í innflutningi á kjöti vekur spurningar Afar fróðlegt er að skoða þetta í ljósi vaxandi kröfu hagsmunaaðila í verslun á Íslandi um að stórauka beri kjötinnflutning frá Evrópu til Íslands og losa um höft á innflutningi á fersku kjöti auk innflutnings á frosnu kjöti sem er þegar heimill þó hann sé að hluta háður magntollum . Virðast kröfur um auknar heimildir til innflutnings á kjöti vera á skjön við gagnstæð rök ýmissa sérfræðinga sem fjallað hafa um málið. Íslenskir bændur hafa verið mjög meðvitaðir um áhættuna af sýklalyfjanotkun ekki síst í alifugla- og svínarækt. Hefur árangur alifuglabænda á Íslandi t.d. vakið sérstaka athygli út fyrir landsteinanna. Flyst auðveldlega til Íslands með innfluttu kjöti og fóðri Haraldur Briem segir að kampýlóbakter í kjöti drepist yfirleitt við frystingu, en það sama gildi ekki með salmonellu og ýmsar veirur. Salmonella og veirur spyrji heldur ekkert um landamæri og berist því auðveldlega með innfluttu kjöti. Sama gildi um kampýlóbakter ef kjöt hefur ekki verið fryst. Haraldur segir að erlendis hafi sýklalyfjum gjarnan verið blandað í fóður dýra. Það virðist einmitt vera fóðurinnflutningurinn sem hafi verið að valda vandræðum hér eins og við alifuglarækt. „Fóðrið er okkar stóra vandamál í landbúnaðinum,“ segir Halldór. Hæglega hægt að flytja vandann inn Nationen vitnar í David Mackay hjá Lyfjastofnun Evrópu (European Medicines Agency – EMA) sem talar á svipuðum nótum og Haraldur Briem. Hann segir að í löndum eins og Noregi þar sem sýklalyfjaónæmi er enn lítið sé hæglega hægt að flytja vandann inn með innflutningi á afurðum frá öðrum löndum. S a m k v æ m t tölum frá ESB frá nóvember um tíðni sýklalyfjaónæmis við meðhöndlun m i s m u n a n d i b a k t e r í u - sjúkdóma í 38 Evrópulöndum kemur Ísland oftast best út. Á faraldursfræðilegum skala í svokallaðri „EuSCAPE“-rannsókn, er áunnið ónæmi gagnvart „lokaúrræðislyfjum“ (Carapenems) í baráttu lækna við alvarlegar sýkingar skilgreindur nánast enginn hér á landi á meðan hann er skilgreindur slæmur og mjög slæmur í fjölmennustu ríkjum Evrópu. Í nokkrum löndum Evrópusambandsins er jafnvel sagt að vandinn sé á faraldursstigi. Er þetta talin veruleg ógnun við heilbrigðiskerfi Evrópulanda. Viðbragðshópur settur á fót í Evrópu Greint var frá hjá Lyfjastofnun Evrópu hinn 16. desember síðastliðinn að stofnunin hafi fengið beiðni um ráðgjöf frá Evrópuráðinu um að kanna áhrif af notkun sýklalyfja á í húsdýrum á heilbrigði manna. Þar kom einnig fram að myndaður hafi verið viðbragðshópur AntiMicrobial Expert Group (AMEG) til að undirbúa viðbrögð vegna þessarar beiðni. Í þeim hópi eru bæði sérfræðingar í áhrifum lyfja á menn og dýr. Sýklalyf notuð sem vaxtahvetjandi efni Sýklalyf hafa um áratuga skeið verið notuð gegn sjúkdómum í mönnum og dýrum og hefur slík notkun í hófi verið talin eðlileg. Ofnotkun sýklalyfja í eldi húsdýra, einkum svína og alifugla, er hins vegar allt annað mál. Er það helst talið afsprengi svokallaðs verksmiðjubúskapar sem er margfaldur að umfangi miðað við hefðbundinn búskap hér á landi. Vegna þrengsla og mikillar umsetningar verða dýrin viðkvæmari en ella fyrir sýkingum sem getur haft neikvæð áhrif á vaxtarhraða. Því hafa stórframleiðendur væði í Evrópu, Bandaríkjunum og einnig víðar gripið til „fyrirbyggjandi ráðstafana“. Þær felast í því að gefa dýrunum reglulega sýklalyf í fóðri og með íblöndun í drykkjarvatn þó það sé í raun bannað. Þannig er í raun verið að nota sýklalyf sem vaxtahvetjandi efni. Dýrin ná hins vegar ekki að losa sig að öllu leyti við þessi lyf áður en þeim er slátrað og því berast þau áfram í menn við neyslu kjöts af þessum dýrum. Lyfin hlaðast síðan smám saman upp í mannslíkamanum sem myndar ónæmi fyrir sýklalyfjum. Það sama gerist varðandi sýkla sem lyfin hafa fram til þessa unnið á, þeir verða ónæmir fyrir lyfjunum. Þá verða til eins konar ofursýklar sem erfitt getur verið að vinna á þegar sýklalyfin duga ekki lengur til. Þá blasir fátt annað við en dauði. Veldur árlega 25 þúsund dauðsföllum innan ESB Í nýjasta tölublaði norska blaðsins Nationen er áhugaverð grein um þessi mál út frá sjónarhóli Norðmanna. Þar er bent á skýrslur ECDC sem Landlæknisembættið vísar einnig til. Þær sýna að árlega eru 25.000 dauðsföll í löndum ESB rakin til ofnotkunar sýklalyfja í landbúnaði. Þar er bent á og vísað til upplýsinga frá EMA að sjúkrakostnaður í löndum Evrópusambandsins vegna meðferðar á fólki sem komið er með sýklalyfja- ónæmi sé um 1,5 milljarðar evra á ári. S e g i r í umf jö l l un inn i að vandamálið sé orðið gríðarlega umfangsmikið í Evrópu en mun betri staða sé á Norðurlöndunum. Ekki kemur þó fram í greininni úr hvaða könnun EMA samanburðartaflan er. Á Norðurlöndunum er samkvæmt lyfjanotkunininni sem Nationen vísar til þó langmest í Danmörku, nærri sjöföld á við það sem gerist á Íslandi. Síðan kemur Finnland með fjórfalt meiri lyfjanotkun en Íslendingar og Svíþjóð sem er með ríflega tvöfalda sýklalyfjanotkun. Noregur er síðan samkvæmt þessum tölum Gríðarleg sýklalyfjanotkun, meðal annars við matvælaframleiðslu, talin ein helsta heilbrigðisógn heimsins: Staðan er langbest á Íslandi og í Noregi en vaxandi kjötinnflutningur getur hæglega breytt stöðunni – Heilbrigðisstofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum segja tugþúsundir deyja árlega af völdum áunnins sýklalyfjaónæmis 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 í 25 Evrópulöndum innan ESB og EES mg Po rt úg al Fr ak kl an d Ho lla nd Té kk la nd Notkun sýklalyfja við matvælaframleiðslu Mælt sem milligrömm í hverju kílói af lífmassa/kjöti Heimild: European Medicines Agency (EMA) Ký pu r Íta lía Sp án n Þý sk al an d U ng ve rja la nd Be lg ía Pó lla nd Bú lg ar ía Ei st la nd Au st ur rík i Br et la nd Írl an d Sl óv ak ía Da nm ör k Sl óv en ía Li th áe n Le tt la nd Fi nn la nd Sv íþ jó ð Ís la nd N or eg ur * Úr nýjustu skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) sem synir sýklalyfjanotkun árið 2011 í 25 löndum innan ESB- og EES- Úr skýrslu Landlæknisembættisins frá 2012 sem sýnir stöðuna í útreikningum EMA í 19 Evrópulöndum árið 2010. eftir í kjötinu og 4) berast þaðan í menn með neyslu kjötsins. Faraldsfræðileg staða Íslands er góð. Dekkstu löndin eru verst sett. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.